Körfuknattleikslið Tindastóls á Sauðárkróki hefur samið við danskan leikmann, Søren Flæng. Frá þessu er greint á vefsíðunni karfan.is.
Søren er 205 cm og kemur frá danska liðinu Hørsholm sem varð í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Søren skoraði 11,3 stig í leik í fyrra og tók 5,7 fráköst en hann er 23 ára gamall.
Þá er hann í 19 manna landsliðshópi Dana sem undirbýr sig fyrir Evrópukeppnina í haust og gæti því farið svo að hann myndi leika með Dönum gegn Íslendingum í Laugardalshöll þann 10. september.
Af karfan.is
Körfubolti