Réttlæti og friður ekki í augsýn 29. nóvember 2008 06:00 Umræðan Sveinn Rúnar Hauksson skrifar um Palestínu @Megin-Ol umraedugr 8,3p 1.m :Fyrir réttu ári efndi Bush Bandaríkjaforseti til fundar í Anapolis og kallaði þangað leiðtoga Ísraels- og Palestínumanna. Teknar voru ljósmyndir og sjónvarpsmyndir. Svo fór Bush. Bandaríkjaforseti hafði sett Ohlmert og Abbas það fyrir að semja frið fyrir lok þessa árs eða áður en hann léti af embætti. Þessar viðræður hafa verið algerlega einhliða og til einskis og það hvarflar ekki lengur að neinum að markmiðum réttlætis og friðar verði náð á valdatíma Bush Bandaríkjaforseta. Stefnan hefur verið í þveröfuga átt. Palestínumenn hafa sem fyrr sýnt vilja til friðar, en Ísraelsmenn hafa haldið áfram útþenslustefnu sinni á Vesturbakkanum. Árásum á íbúana hefur fjölgað bæði á Gaza og Vesturbakkanum, landtökubyggðir hafa stækkað og íbúum þeirra fjölgað. Apartheid-múrinn heldur áfram að stækka og er nú orðinn nærri 409 kílómetra langur, en áætlað er að hann verði 723 km, tvisvar sinnum lengri en landamærin (Græna línan). Einangrun Gaza hefur verið haldið áfram með skelfilegum afleiðingum fyrir líf og heilsu íbúanna þar. Það er því líkast sem skipulegri útrýmingarstefnu sé framfylgt. Ár hvert hvetja Sameinuðu þjóðirnar frjáls félagasamtök og ríkisstjórnir til að efna til samstöðufunda og aðgerða til stuðnings réttindabaráttu palestínsku þjóðarinnar. Sá dagur sem valinn hefur verið til þess er 29. nóvember, en þann dag árið 1947 samþykkti Allsherjarþingið tillögu um skiptingu Palestínu sem lögð var fram af sendiherra Íslands. Þann 29. nóvember ár hvert hefur Félagið Ísland-Palestína minnst þessa dags allt frá stofnun þess árið 1987. Í dag boðar félagið til samstöðufundar í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, og eru ræðumenn Viðar Þorsteinsson heimspekingur og Aron B. Kristinsson sem nýverið var sjálfboðaliði á Vesturbakkanum í þrjá mánuði. Pallborðsumræður verða með þátttöku Þórðar Ægis Óskarssonar fulltrúa utanríkisráðuneytisins og sönghópur úr Graduale Nobili flytur nokkur íslensk lög. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 17. Höfundur er læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Umræðan Sveinn Rúnar Hauksson skrifar um Palestínu @Megin-Ol umraedugr 8,3p 1.m :Fyrir réttu ári efndi Bush Bandaríkjaforseti til fundar í Anapolis og kallaði þangað leiðtoga Ísraels- og Palestínumanna. Teknar voru ljósmyndir og sjónvarpsmyndir. Svo fór Bush. Bandaríkjaforseti hafði sett Ohlmert og Abbas það fyrir að semja frið fyrir lok þessa árs eða áður en hann léti af embætti. Þessar viðræður hafa verið algerlega einhliða og til einskis og það hvarflar ekki lengur að neinum að markmiðum réttlætis og friðar verði náð á valdatíma Bush Bandaríkjaforseta. Stefnan hefur verið í þveröfuga átt. Palestínumenn hafa sem fyrr sýnt vilja til friðar, en Ísraelsmenn hafa haldið áfram útþenslustefnu sinni á Vesturbakkanum. Árásum á íbúana hefur fjölgað bæði á Gaza og Vesturbakkanum, landtökubyggðir hafa stækkað og íbúum þeirra fjölgað. Apartheid-múrinn heldur áfram að stækka og er nú orðinn nærri 409 kílómetra langur, en áætlað er að hann verði 723 km, tvisvar sinnum lengri en landamærin (Græna línan). Einangrun Gaza hefur verið haldið áfram með skelfilegum afleiðingum fyrir líf og heilsu íbúanna þar. Það er því líkast sem skipulegri útrýmingarstefnu sé framfylgt. Ár hvert hvetja Sameinuðu þjóðirnar frjáls félagasamtök og ríkisstjórnir til að efna til samstöðufunda og aðgerða til stuðnings réttindabaráttu palestínsku þjóðarinnar. Sá dagur sem valinn hefur verið til þess er 29. nóvember, en þann dag árið 1947 samþykkti Allsherjarþingið tillögu um skiptingu Palestínu sem lögð var fram af sendiherra Íslands. Þann 29. nóvember ár hvert hefur Félagið Ísland-Palestína minnst þessa dags allt frá stofnun þess árið 1987. Í dag boðar félagið til samstöðufundar í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, og eru ræðumenn Viðar Þorsteinsson heimspekingur og Aron B. Kristinsson sem nýverið var sjálfboðaliði á Vesturbakkanum í þrjá mánuði. Pallborðsumræður verða með þátttöku Þórðar Ægis Óskarssonar fulltrúa utanríkisráðuneytisins og sönghópur úr Graduale Nobili flytur nokkur íslensk lög. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 17. Höfundur er læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar