Vildi að við færum til sjóðsins í sumar 17. október 2008 00:01 Frá fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) í byrjun þessarar viku. Í skýrslu sem unnin var síðasta vor og sumar fyrir Landsbankann segir prófessor við London School of Economics að stjórnvöld þyrftu að semja við sjóðinn um aðstoð áður en í óefni væri komið. Nordicphotos/AFP „Ísland horfist í augu við hugsanlega og líklega óþarfa fjármála- og efnahagskreppu,“ segir í inngangsorðum skýrslu Willems Buiter, prófessors við London School of Economics, sem kynnt var í þröngum hópi manna hér á landi 11. júlí. Ástæðan, segir Buiter, er sú að Ísland á sinn eigin gjaldmiðil og stærð bankanna er meiri en þjóðarbúið ræður við. Seðlabankinn hefði aldrei getað þjónað íslensku bönkunum sem lánveitandi til þrautavara. Skýrslan kom aldrei fyrir almenningssjónir, en þar segir í helstu niðurstöðum að Ísland þurfi að gerast aðili að evrusvæðinu, ellegar að bankarnir fari annað. Enn fremur segir í niðurstöðum skýrslunnar að til skemmri tíma þurfi íslensku bankarnir að bregðast við hættulegri stöðu sinni með því að útvega dótturfélögum sínum á erlendri grundu lán frá viðkomandi seðlabönkum. Einnig þurfi stjórnvöld að nálgast tilfallandi aðgang að töluverðu magni af erlendum gjaldeyri. Það mætti gera með lánalínum við erlenda seðlabanka eða semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um tilfallandi aðgang að fé. Einnig mætti setja ýmislegt að veði fyrir markaðsfjármögnun. Veð gætu verið eignir Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og kröfur á framtíðartekjur af jarðhita og vatnsafli. Skýrslan var unnin að beiðni Landsbankans. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru það Landsbankamenn sjálfir sem ákváðu að skýrslan yrði ekki birt opinberlega. Einn heimildarmanna blaðsins innan bankans, segir að upplýsingar í skýrslunni hefðu getað gert vonda stöðu verri. Mikilvægast hafi verið talið að reyna að vinna að lausn þeirra vandamála sem tíunduð séu í skýrslunni. Þá er bent á að ýmsir hafi fengið kynningu á skýrslunni og því hefði efni hennar átt að vera þeim ljóst sem fjalla um efnahagsmál hérlendis. Enginn sem Fréttablaðið hefur náð tali af segir að nokkuð nýtt hafi í raun komið fram í skýrslu Buiters og bent er á að hún sé unnin úr opinberum gögnum. Samt vill enginn viðurkenna opinberlega að hafa sótt kynningu á skýrslunni í sumar. Blaðið hefur heimildir fyrir því að þar hafi verið um 20 manns, þar á meðal starfsmenn viðskipta- og fjármálaráðuneytis og Seðlabanka. ingimar@markadurinn.is Markaðir Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
„Ísland horfist í augu við hugsanlega og líklega óþarfa fjármála- og efnahagskreppu,“ segir í inngangsorðum skýrslu Willems Buiter, prófessors við London School of Economics, sem kynnt var í þröngum hópi manna hér á landi 11. júlí. Ástæðan, segir Buiter, er sú að Ísland á sinn eigin gjaldmiðil og stærð bankanna er meiri en þjóðarbúið ræður við. Seðlabankinn hefði aldrei getað þjónað íslensku bönkunum sem lánveitandi til þrautavara. Skýrslan kom aldrei fyrir almenningssjónir, en þar segir í helstu niðurstöðum að Ísland þurfi að gerast aðili að evrusvæðinu, ellegar að bankarnir fari annað. Enn fremur segir í niðurstöðum skýrslunnar að til skemmri tíma þurfi íslensku bankarnir að bregðast við hættulegri stöðu sinni með því að útvega dótturfélögum sínum á erlendri grundu lán frá viðkomandi seðlabönkum. Einnig þurfi stjórnvöld að nálgast tilfallandi aðgang að töluverðu magni af erlendum gjaldeyri. Það mætti gera með lánalínum við erlenda seðlabanka eða semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um tilfallandi aðgang að fé. Einnig mætti setja ýmislegt að veði fyrir markaðsfjármögnun. Veð gætu verið eignir Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og kröfur á framtíðartekjur af jarðhita og vatnsafli. Skýrslan var unnin að beiðni Landsbankans. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru það Landsbankamenn sjálfir sem ákváðu að skýrslan yrði ekki birt opinberlega. Einn heimildarmanna blaðsins innan bankans, segir að upplýsingar í skýrslunni hefðu getað gert vonda stöðu verri. Mikilvægast hafi verið talið að reyna að vinna að lausn þeirra vandamála sem tíunduð séu í skýrslunni. Þá er bent á að ýmsir hafi fengið kynningu á skýrslunni og því hefði efni hennar átt að vera þeim ljóst sem fjalla um efnahagsmál hérlendis. Enginn sem Fréttablaðið hefur náð tali af segir að nokkuð nýtt hafi í raun komið fram í skýrslu Buiters og bent er á að hún sé unnin úr opinberum gögnum. Samt vill enginn viðurkenna opinberlega að hafa sótt kynningu á skýrslunni í sumar. Blaðið hefur heimildir fyrir því að þar hafi verið um 20 manns, þar á meðal starfsmenn viðskipta- og fjármálaráðuneytis og Seðlabanka. ingimar@markadurinn.is
Markaðir Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira