Bankahólfið. LL styrkja rannsóknir 21. maí 2008 00:01 ... Landssamtök lífeyrissjóða hafa ákvðið að styrkja Ólaf Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, um eina milljón króna vegna doktorsritgerðar sem hann vinnur að um íslenska lífeyriskerfið. Stjórn samtakanna samþykkti þetta á aðalfundi sínum fyrir helgi. Ólafur vinnur að doktorsverkefni við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Verkinu er skipt upp í þrjá kafla og vinnur hann að frágangi þess fyrsta. Þá var samþykktur 400 þúsund króna styrkur til Rafns Sigurðssonar vegna mastersverkefnis hans um smíði líkans til að meta hversu mikil áhrif ávöxtun lífeyrissjóðanna og breytileg aldurssamsetning sjóðfélaga hefur á réttindaöflun sjóðfélaga.Von á þeim finnska?Mikil og jákvæð viðbrögð við gjaldmiðlaskiptasamningum við seðlabanka Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar á dögunum eru til marks um að beðið hafi verið eftir útspilum sem þessum af hálfu stjórnvalda og Seðlabankans. Nú fullyrða aðilar á markaði að sambærilegur samningur við finnska seðlabankann liggi fyrir og verði kynntur fljótlega, en enn sé unnið að samkomulagi við Seðlabanka Evrópu og Englandsbanka. Þá munu erindrekar Seðlabankans hafa leitað hófanna vestan Atlantsála, meðal annars með aðkomu bandaríska seðlabankans og JP Morgan.Vík milli vinaVík er sögð orðin milli vina í þeim þekkta Samson-hópi og er hóflega orðuð tilkynning til Kauphallar í vikunni um brotthvarf Magnúsar Þorsteinssonar úr varastjórn Icelandic Group höfð til vitnis um það. Fyrir skemmstu fór Magnús, sem var framkvæmdastjóri þeirrar frægu Bravo-bjórverksmiðju í St. Pétursborg, með himinskautum ásamt Björgólfsfeðgum, og var aðaleigandi Avion og síðar stjórnarformaður bæði Icelandic og Eimskips.En nú er hann horfinn úr báðum stjórnum án nokkurra skýringa. Bæði félögin hafa tapað gífurlegum fjárhæðum og Björgólfsfeðgar, sem eru bæði helstu hluthafar félaganna og stærstu lánardrottnar gegnum Landsbankann, hafa tekið þar öll völd á kostnað þeirra gamla viðskiptafélaga, sem dvelst nú löngum stundum í Rússlandi og er kannski í þeim skilningi kominn aftur á byrjunarreit... Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Landssamtök lífeyrissjóða hafa ákvðið að styrkja Ólaf Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, um eina milljón króna vegna doktorsritgerðar sem hann vinnur að um íslenska lífeyriskerfið. Stjórn samtakanna samþykkti þetta á aðalfundi sínum fyrir helgi. Ólafur vinnur að doktorsverkefni við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Verkinu er skipt upp í þrjá kafla og vinnur hann að frágangi þess fyrsta. Þá var samþykktur 400 þúsund króna styrkur til Rafns Sigurðssonar vegna mastersverkefnis hans um smíði líkans til að meta hversu mikil áhrif ávöxtun lífeyrissjóðanna og breytileg aldurssamsetning sjóðfélaga hefur á réttindaöflun sjóðfélaga.Von á þeim finnska?Mikil og jákvæð viðbrögð við gjaldmiðlaskiptasamningum við seðlabanka Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar á dögunum eru til marks um að beðið hafi verið eftir útspilum sem þessum af hálfu stjórnvalda og Seðlabankans. Nú fullyrða aðilar á markaði að sambærilegur samningur við finnska seðlabankann liggi fyrir og verði kynntur fljótlega, en enn sé unnið að samkomulagi við Seðlabanka Evrópu og Englandsbanka. Þá munu erindrekar Seðlabankans hafa leitað hófanna vestan Atlantsála, meðal annars með aðkomu bandaríska seðlabankans og JP Morgan.Vík milli vinaVík er sögð orðin milli vina í þeim þekkta Samson-hópi og er hóflega orðuð tilkynning til Kauphallar í vikunni um brotthvarf Magnúsar Þorsteinssonar úr varastjórn Icelandic Group höfð til vitnis um það. Fyrir skemmstu fór Magnús, sem var framkvæmdastjóri þeirrar frægu Bravo-bjórverksmiðju í St. Pétursborg, með himinskautum ásamt Björgólfsfeðgum, og var aðaleigandi Avion og síðar stjórnarformaður bæði Icelandic og Eimskips.En nú er hann horfinn úr báðum stjórnum án nokkurra skýringa. Bæði félögin hafa tapað gífurlegum fjárhæðum og Björgólfsfeðgar, sem eru bæði helstu hluthafar félaganna og stærstu lánardrottnar gegnum Landsbankann, hafa tekið þar öll völd á kostnað þeirra gamla viðskiptafélaga, sem dvelst nú löngum stundum í Rússlandi og er kannski í þeim skilningi kominn aftur á byrjunarreit...
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira