Viðskipti erlent

Mikið fall á alþjóðlegum mörkuðum

Fjárfestir rýnir í dagblað í kauphöllinni í Taílandi.
Fjárfestir rýnir í dagblað í kauphöllinni í Taílandi. Mynd/AFP
Hlutabréf víða um heim féllu hratt í morgun en fjárfestar óttast nú að fjármálakreppan muni vara lengi og höggva stór skörð víða um heim. Þróun mála í dag skýrist af falli á bandarískum mörkuðum í gær þegar fjárfestar losuðu sig við bréf í fjármálafyrirtækjum. Þá féll Nikkei-vísitalan í Japan í morgun um 9,4 prósent. Seðlabankar víða um heim hafa gripið til aðgerða til að sporna við fjármálaþrengingum, svo sem í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Nú síðast í dag ákvað fjármálaráðherra Bretlands að verja 50 milljörðum punda til að þjóðnýta átta breska banka og íbúðalánasjóði að hluta. FTSE-vísitalan í Bretlandi féll um sjö prósent í morgun en stendur nú í 5,39 prósenta falli. Svipaða sögu er að segja af öðrum hlutabréfamörkuðum í Evrópu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×