Bankahólfið: Buffet-aðferðin 4. júní 2008 00:01 Warren Buffett Alltaf er fengur að bókum á íslensku um viðskipti og athafnafólk. Warren Buffet-aðferðin ætti því að vera kærkomin lesning, ekki síst fyrir íslenska fjárfesta sem brennt hafa sig illa á hlutabréfaviðskiptum síðustu misserin. Það er Mikael Torfason, rithöfundur og fv. ritstjóri, sem gefur bókina út, en Gylfi Magnússon, dósent við HÍ, ritar inngang og formálinn er eftir Má Wolfgang Mixa, sérfræðing hjá Icebank. Buffet er, eins og kunnugt er, ríkasti maður heims, gegnum fjárfestingarfélagið Berkshire Hathaway og í bókinni er kafað ofan í fjárfestingarspeki hans, kenndar aðferðir til að meta fyrirtæki og fjárfestingarkosti og beitt til þess auðskildum aðferðum, en Buffet hefur sjálfur ávallt sagt að hver sem er geti beitt þeim aðferðum sem hann hefur sjálfur beitt með góðum árangri gegnum tíðina … Ekki beint íslenska aðferðinInngangur Gylfa Magnússonar að bókinni er hnýsilegur, ekki síst þessi setning: „Íslenskir fjárfestar virðast undanfarin ár flestir hafa hugsað á allt öðrum nótum en Buffet. Áhersla margra íslenskra fjárfesta á að reyna að ná skjótfengnum gróða með því að veðja á verðhækkun á mörkuðum og magna uppsveifluna með því að nota lítið eigið fé en mikið lánsfé er eins fjarri hugmyndum Warrens Buffets og hugsast getur.“ Kannski hér sé komin ein skýringin á því að Buffet nýtur stöðugrar velgengni, ár eftir ár, en íslenskir fjárfestar berjast nú við timburmenn eftir veisluhöld síðustu ára og sjá sumir hverjir ekki til sólar …Hverjir eiga lausafé?Gylfi Magnússon professor við HÍ„Cash is king“ er fræg setning á ensku úr heimi viðskiptanna og vísar til þess að á krepputímum sé lausafé töfraorðið, þegar margir eiga öll sín verðmæti bundin í nær óseljanlegum fasteignum eða hlutabréfum, sem enginn vill heldur selja á brunaútsölu. Við slíkar aðstæður skapast oft góð kauptækifæri fyrir þá sem hafa verið útsjónarsamir og ekki sett öll sín egg í sömu körfuna. Alþekkt er að mikil eignatilfærsla verður í niðursveiflu áður en hagur markaðarins fer að vænkast á nýjan leik og hér á landi er nú mjög horft til þeirra sem eiga þó eitthvað eigið fé til þess að koma inn í fjárþurfi félög, eða taka þau hreinlega yfir. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Alltaf er fengur að bókum á íslensku um viðskipti og athafnafólk. Warren Buffet-aðferðin ætti því að vera kærkomin lesning, ekki síst fyrir íslenska fjárfesta sem brennt hafa sig illa á hlutabréfaviðskiptum síðustu misserin. Það er Mikael Torfason, rithöfundur og fv. ritstjóri, sem gefur bókina út, en Gylfi Magnússon, dósent við HÍ, ritar inngang og formálinn er eftir Má Wolfgang Mixa, sérfræðing hjá Icebank. Buffet er, eins og kunnugt er, ríkasti maður heims, gegnum fjárfestingarfélagið Berkshire Hathaway og í bókinni er kafað ofan í fjárfestingarspeki hans, kenndar aðferðir til að meta fyrirtæki og fjárfestingarkosti og beitt til þess auðskildum aðferðum, en Buffet hefur sjálfur ávallt sagt að hver sem er geti beitt þeim aðferðum sem hann hefur sjálfur beitt með góðum árangri gegnum tíðina … Ekki beint íslenska aðferðinInngangur Gylfa Magnússonar að bókinni er hnýsilegur, ekki síst þessi setning: „Íslenskir fjárfestar virðast undanfarin ár flestir hafa hugsað á allt öðrum nótum en Buffet. Áhersla margra íslenskra fjárfesta á að reyna að ná skjótfengnum gróða með því að veðja á verðhækkun á mörkuðum og magna uppsveifluna með því að nota lítið eigið fé en mikið lánsfé er eins fjarri hugmyndum Warrens Buffets og hugsast getur.“ Kannski hér sé komin ein skýringin á því að Buffet nýtur stöðugrar velgengni, ár eftir ár, en íslenskir fjárfestar berjast nú við timburmenn eftir veisluhöld síðustu ára og sjá sumir hverjir ekki til sólar …Hverjir eiga lausafé?Gylfi Magnússon professor við HÍ„Cash is king“ er fræg setning á ensku úr heimi viðskiptanna og vísar til þess að á krepputímum sé lausafé töfraorðið, þegar margir eiga öll sín verðmæti bundin í nær óseljanlegum fasteignum eða hlutabréfum, sem enginn vill heldur selja á brunaútsölu. Við slíkar aðstæður skapast oft góð kauptækifæri fyrir þá sem hafa verið útsjónarsamir og ekki sett öll sín egg í sömu körfuna. Alþekkt er að mikil eignatilfærsla verður í niðursveiflu áður en hagur markaðarins fer að vænkast á nýjan leik og hér á landi er nú mjög horft til þeirra sem eiga þó eitthvað eigið fé til þess að koma inn í fjárþurfi félög, eða taka þau hreinlega yfir.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira