Mikil hækkun á Wall Street 19. september 2008 20:08 Hamagangur í öskjunn á Wall Street í dag. Mynd/AP Fjárfestar í Bandaríkjunum tóku fagnandi stórtækum björgunaraðgerðum bandaríska ríkisins sem tilkynntar voru í dag og felast í því að sérstakur sjóður verði settur á laggirnar sem tekur við öllum - eða velflestum - eignum bandarískra banka og fjármálafyrirtækja sem eru orðnar næsta verðlausar og illseljanlegar eftir fall á bandarískum fasteignalánamarkaði. Á meðal lánanna eru undirmálslán og veð þeim tengdum. Þetta eru skuldabréfavafningar sem hafa hrunið í verði síðasta árið og ein helsta rót lausafjárkrísunnar sem riðið hefur fjármálamörkuðum víða um heim. Björgunaraðgerðirnar munu kosta bandaríska skattgreiðendur hundruð milljarða bandaríkjadala, líkt og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, bentu á í dag. Stofnun sjóðsins eru þó einungis einn stór liður í mörgum aðgerðum sem margir af helstu seðlabankar heimsins hafa tekið á sig til að koma í veg fyrir alvarlegar hremmingar um allan heim. Þar á meðal hafa bankarnir dælt inn fjármagni á markaðinn og opnað bönkum og fjármálafyrirtækjum lánaglugga svo þeir geti orðið sér úti um erlendan gjaldeyri, sem mjög hefur skort í hagkerfið. Ríkissstjórn Bandaríkjanna og aðrir ráðamenn tengdir fjármálaheiminum vestra ræða nánari útlistanir á aðgerðunum um helgina. Hlutabréf hafa hækkað víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,35 prósent í dag og Nasdaq-vísitalan um 3,40 prósent. Þetta er annar stóri hækkanadagurinn vestanhafs í röð en helstu hlutabréfavísitölur ruku upp um allt að fimm prósent í gær eftir að bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNBC lak því út hvað stjórnvöld hefðu í bígerð. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárfestar í Bandaríkjunum tóku fagnandi stórtækum björgunaraðgerðum bandaríska ríkisins sem tilkynntar voru í dag og felast í því að sérstakur sjóður verði settur á laggirnar sem tekur við öllum - eða velflestum - eignum bandarískra banka og fjármálafyrirtækja sem eru orðnar næsta verðlausar og illseljanlegar eftir fall á bandarískum fasteignalánamarkaði. Á meðal lánanna eru undirmálslán og veð þeim tengdum. Þetta eru skuldabréfavafningar sem hafa hrunið í verði síðasta árið og ein helsta rót lausafjárkrísunnar sem riðið hefur fjármálamörkuðum víða um heim. Björgunaraðgerðirnar munu kosta bandaríska skattgreiðendur hundruð milljarða bandaríkjadala, líkt og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, bentu á í dag. Stofnun sjóðsins eru þó einungis einn stór liður í mörgum aðgerðum sem margir af helstu seðlabankar heimsins hafa tekið á sig til að koma í veg fyrir alvarlegar hremmingar um allan heim. Þar á meðal hafa bankarnir dælt inn fjármagni á markaðinn og opnað bönkum og fjármálafyrirtækjum lánaglugga svo þeir geti orðið sér úti um erlendan gjaldeyri, sem mjög hefur skort í hagkerfið. Ríkissstjórn Bandaríkjanna og aðrir ráðamenn tengdir fjármálaheiminum vestra ræða nánari útlistanir á aðgerðunum um helgina. Hlutabréf hafa hækkað víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,35 prósent í dag og Nasdaq-vísitalan um 3,40 prósent. Þetta er annar stóri hækkanadagurinn vestanhafs í röð en helstu hlutabréfavísitölur ruku upp um allt að fimm prósent í gær eftir að bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNBC lak því út hvað stjórnvöld hefðu í bígerð.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira