Vil ekki hugsa til þess hvenær ég skoraði síðast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2008 15:28 Gylfi Einarsson, leikmaður Brann í Noregi. Mynd/Heimasíða Brann Gylfi Einarsson er kominn á fullt skrið í boltanum í nýjan leik með Brann í Noregi eftir fjögur löng og mögur ár í Englandi. Gylfi skoraði eitt marka Brann í 2-1 sigri á Lilleström en það hans fyrsti leikur í byrjunarliði Brann á tímabilinu. Markið má sjá hér en það kemur þegar um þrjár mínútur og 20 sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Það má einnig sjá mark Gunnars Heiðars Þorvaldssonar fyrir Vålerenga gegn Viking en það kemur eftir fimm mínútur. Það var ef til vill viðeigandi að markið kom gegn hans gamla liði, Lilleström, þar sem hann lék í fjögur ár við góðan orðstír. Á sínu síðasta tímabili skoraði hann tólf mörk fyrir Lilleström en hann var í kjölfarið seldur til Leeds á Englandi. Það var árið 2004. Hann byrjaði ágætlega þar og skoraði fljótlega á tímabilinu sitt fyrsta mark fyrir Leeds. Það reyndist þó hans síðasta. Á þeim þremur tímabilum sem hann lék með Leeds lék hann einungis 21 leik en tíð meiðsli settu strik í reikninginn. „Það var mjög sætt að skora um helgina," sagði Gylfi í samtali við Vísi. „Ég vil ekki einu sinni hugsa til þess hvað það er langt síðan ég skoraði í alvöru leik. En það er mjög langt." Hann segir að það hafi vissulega verið léttir að ná loksins að skora. „Þetta er búinn að vera langur tími sem hefur farið í meiðsli og annað rugl. Nú horfir maður bara fram á við." Gylfa líkar vistin vel hjá Brann enda þekkir hann vel til í Noregi. „Þetta er mjög gott félag og ekkert nema gott um það að segja. Byrjunin á tímabilinu hefur verið svolítið slöpp hjá okkur en við erum með breiðan og góðan mannskap og getum vel gert góða hluti." Á morgun mætir Brann liði Tromsö á útivelli í fyrsta leik sjöttu umferðar en Gylfi býst þó við því að byrja á bekknum í þeim leik. „Þjálfarinn sagði mér að hann vill alls ekki missa mig fyrir leikinn gegn Vålerenga þann sextánda mai. Þetta er í raun stærsti leikur ársins og vil ég sjálfur alls ekki missa af honum." „Ég er þegar búinn að fá tvö gul spjöld og ég fer í leikbann ef ég fæ það þriðja. Auk þess spilar Tromsö á gervigrasi sem er ekkert sérstaklega gott fyrir mig. Maður vill auðvitað spila alla leiki en þetta er skynsamleg ákvörðun." Hann segir þó að meiðslin sitji ekki mikið í sér. „Þetta tekur bara tíma enda langt síðan ég spilaði reglulega síðast. Ég finn þó mikinn mun á mér í hverru viku og finn að ég er að nálgast mitt fyrra form." Gylfi var á sínum tíma fastamaður í íslenska landsliðinu og á að baki 24 leiki með A-landsliðinu og eitt mark sem hann skoraði í frægum 2-0 sigri Íslands á Ítalíu. „Ég er rauninni að hugsa einungis um Brann þessa stundina. Ef ég fæ kallið frá landsliðinu þá kemur það bara. Ég hitti Óla (Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara) þegar hann kom til Osló um daginn og spjallaði þá við hann. Það væri vissulega gaman að spila með landsliðinu á nýjan leik en ég er ekkert að spá í því í augnablikinu." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Gylfi Einarsson er kominn á fullt skrið í boltanum í nýjan leik með Brann í Noregi eftir fjögur löng og mögur ár í Englandi. Gylfi skoraði eitt marka Brann í 2-1 sigri á Lilleström en það hans fyrsti leikur í byrjunarliði Brann á tímabilinu. Markið má sjá hér en það kemur þegar um þrjár mínútur og 20 sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Það má einnig sjá mark Gunnars Heiðars Þorvaldssonar fyrir Vålerenga gegn Viking en það kemur eftir fimm mínútur. Það var ef til vill viðeigandi að markið kom gegn hans gamla liði, Lilleström, þar sem hann lék í fjögur ár við góðan orðstír. Á sínu síðasta tímabili skoraði hann tólf mörk fyrir Lilleström en hann var í kjölfarið seldur til Leeds á Englandi. Það var árið 2004. Hann byrjaði ágætlega þar og skoraði fljótlega á tímabilinu sitt fyrsta mark fyrir Leeds. Það reyndist þó hans síðasta. Á þeim þremur tímabilum sem hann lék með Leeds lék hann einungis 21 leik en tíð meiðsli settu strik í reikninginn. „Það var mjög sætt að skora um helgina," sagði Gylfi í samtali við Vísi. „Ég vil ekki einu sinni hugsa til þess hvað það er langt síðan ég skoraði í alvöru leik. En það er mjög langt." Hann segir að það hafi vissulega verið léttir að ná loksins að skora. „Þetta er búinn að vera langur tími sem hefur farið í meiðsli og annað rugl. Nú horfir maður bara fram á við." Gylfa líkar vistin vel hjá Brann enda þekkir hann vel til í Noregi. „Þetta er mjög gott félag og ekkert nema gott um það að segja. Byrjunin á tímabilinu hefur verið svolítið slöpp hjá okkur en við erum með breiðan og góðan mannskap og getum vel gert góða hluti." Á morgun mætir Brann liði Tromsö á útivelli í fyrsta leik sjöttu umferðar en Gylfi býst þó við því að byrja á bekknum í þeim leik. „Þjálfarinn sagði mér að hann vill alls ekki missa mig fyrir leikinn gegn Vålerenga þann sextánda mai. Þetta er í raun stærsti leikur ársins og vil ég sjálfur alls ekki missa af honum." „Ég er þegar búinn að fá tvö gul spjöld og ég fer í leikbann ef ég fæ það þriðja. Auk þess spilar Tromsö á gervigrasi sem er ekkert sérstaklega gott fyrir mig. Maður vill auðvitað spila alla leiki en þetta er skynsamleg ákvörðun." Hann segir þó að meiðslin sitji ekki mikið í sér. „Þetta tekur bara tíma enda langt síðan ég spilaði reglulega síðast. Ég finn þó mikinn mun á mér í hverru viku og finn að ég er að nálgast mitt fyrra form." Gylfi var á sínum tíma fastamaður í íslenska landsliðinu og á að baki 24 leiki með A-landsliðinu og eitt mark sem hann skoraði í frægum 2-0 sigri Íslands á Ítalíu. „Ég er rauninni að hugsa einungis um Brann þessa stundina. Ef ég fæ kallið frá landsliðinu þá kemur það bara. Ég hitti Óla (Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara) þegar hann kom til Osló um daginn og spjallaði þá við hann. Það væri vissulega gaman að spila með landsliðinu á nýjan leik en ég er ekkert að spá í því í augnablikinu."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira