Kvótaþak hamlar vexti sjávarútvegs 6. ágúst 2008 00:01 Markaðurinn/Valli „Í sjávarútvegi þar sem starfað er við útflutning mæla engin hagfræðileg rök með því að stærð fyrirtækja sé haldið niðri með hömlum á kvótaeign,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningar Kaupþings. Hann telur röksemdir fyrir því að vera með kvótaþak á sjávarútvegsfyrirtæki hæpna. Hann telur að á næstu árum muni hagræðing halda áfram m.a. með fækkun starfsfólks líkt og þróunin hefur verið á síðustu áratugum. Þegar til framtíðar er litið gætum við átt von á því að sjá annars vegar stór fjölþætt fyrirtæki og hins vegar smá sérhæfð fyrirtæki. Á síðustu árum höfum við sé mikla grósku í starfsemi smáfyrirtækja í sjávarútvegi sem hafi fundið sér margar markaðsyllur. Aftur á móti segir Ásgeir að kvótaþakið hérlendis hindri hagræðingu í greininni og komi í veg fyrir breidd í rekstri. Það hafi líka verið ein ástæða fyrir því að stærð sjávarútvegsfyrirtækja hafi staðið í stað á síðari árum á meðan fyrirtæki í mörgum öðrum greinum hérlendis hafi stækkað hratt. „Sjávarútvegur verður að búa við sömu reglur og aðrar atvinnugreinar í landinu. Bæði hvað varðar fjárfestingar útlendinga og hins vegar eru engin hagfræðileg rök fyrir því að takmarka stærð sjávarútvegsfyrirtækja sem selja alfarið erlendis öfugt við það sem t.d. gerist um fákeppni á innanlandsmarkaði,“ segir Ásgeir. Hann segir að einmitt nú þegar samdráttur sé í úthlutuðum aflaheimildum sé nauðsynlegt að víkka kvótaþakið sem færist sífellt neðar þegar heildarkvótinn skerðist. Það sé grunnforsenda þess að sjávarútvegsfyrirtæki geti staðið af sér núverandi þrengingar. Haustið 2007 hélt Ásgeir fyrirlestur sem bar heitið Útvegur og byggðastefna á vegum Rannsóknarstofnunar um samfélags og efnahagsmál (RSE). Þar reyndi hann m.a. að svara því hvers vegna sjávarútvegsfyrirtækin hefðu ekki leitt útrás íslenskra fyrirtækja á síðustu árum. Hann segir að fyrir fimmtán árum síðan hafi bestu fyrirtæki landsins verið sjávarútvegsfyrirtæki. Íslendingar hafi veitt fisk með skilvirkari hætti en flestar aðrar þjóðir. Sjávarútvegsfyrirtækin hafi auk þess verið lang styrkustu útflutningsfyrirtækin hérlendis sem voru í útflutningi. Ástæður þess að þessum fyrirtækjum hafi ekki gengið betur í útrás erlendis séu margþættar. „Í fyrsta lagi er sjávarútvegur erlendis oft ekki stundaður eins og venjuleg atvinnugrein heldur er hann seldur undir ýmis konar pólitísk höft. Erfitt getur reynst að yfirfæra íslenska þekkingu inn á ný svæði eins og var t.d. í Rússlandi . Þar þurfti að eiga við ýmis stjórnmálaleg vandræði sem var mjög erfitt að eiga við. Það var líka verið að reyna að kaupa slæm fyrirtæki og laga þau. Það reyndist einnig erfitt,“ segir Ásgeir. Slæm vaxtaskilyrði Flest sjávarútvegsfyrirtæki hérlendis fóru af hlutabréfamarkaði á árunum 2003 og 2004. „Fyrirtækin náðu ekki að vaxa með þeim hætti sem þarf til þess að geta verið á hlutabréfamarkaði. Þar er alltaf gerð aukin krafa um markaðsvirði og seljanleika hlutabréfanna,“ segir Ásgeir. Hann segir að áhugi á þeim hafi ekki verið mikill á markaðinum meðal hlutabréfafjárfesta. Ásgeir segir að núverandi kvótakerfi sem byggist upp á því að þeir hæfari kaupi upp kvóta þeirra sem ekki standi sig, sé hagkvæmt en þeir sem fari úti úr greininni bera samt mest út býtum fyrst í stað. Hagræðing sem var í kringum 1990 þegar fyrirtæki voru að kaupa upp kvóta hafi því verið mörgum fyrirtækjum mjög kostnaðarsöm og endurspeglast í fremur háum skuldum í greininni. Hann segir að þar sem úthlutaður afli minnki stöðugt á milli ára grípi útgerðir til þess að kaupa stöðugt meiri kvóta og hann sé dýr. Hagræðing verði því hæg auk þess sem þessi atvinnugrein sitji stöðugt undir pólitískum árasum um upptöku kvótans – jafnvel þó hann hafi verið keyptur fullu verði fyrir opnum tjöldum. Auk þess segir Ásgeir að aðilar sem hafi verið keyptir út úr greininni hafi verið nokkuð áberandi á íslenskum hlutabréfamarkaði. „Segja má að eignastýring hérlendis hefji starfsemi sína með kvótapeningum í kringum árið 1990. Þá eru aðilar sem selja sig út úr greininni og hefja aðrar fjárfestingar,“ segir hann. Eitt þekktasta dæmið er líklegast Atorka, félag sem Þorsteinn Vilhelmssson stofnaði eftir að hafa selt sig út úr Samherja, sem breyttist úr því að vera upphaflega fjárfestingafélag í sjávarútvegi yfir í það að vera alhliða fjárfestingarfélag. Markaðir Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
„Í sjávarútvegi þar sem starfað er við útflutning mæla engin hagfræðileg rök með því að stærð fyrirtækja sé haldið niðri með hömlum á kvótaeign,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningar Kaupþings. Hann telur röksemdir fyrir því að vera með kvótaþak á sjávarútvegsfyrirtæki hæpna. Hann telur að á næstu árum muni hagræðing halda áfram m.a. með fækkun starfsfólks líkt og þróunin hefur verið á síðustu áratugum. Þegar til framtíðar er litið gætum við átt von á því að sjá annars vegar stór fjölþætt fyrirtæki og hins vegar smá sérhæfð fyrirtæki. Á síðustu árum höfum við sé mikla grósku í starfsemi smáfyrirtækja í sjávarútvegi sem hafi fundið sér margar markaðsyllur. Aftur á móti segir Ásgeir að kvótaþakið hérlendis hindri hagræðingu í greininni og komi í veg fyrir breidd í rekstri. Það hafi líka verið ein ástæða fyrir því að stærð sjávarútvegsfyrirtækja hafi staðið í stað á síðari árum á meðan fyrirtæki í mörgum öðrum greinum hérlendis hafi stækkað hratt. „Sjávarútvegur verður að búa við sömu reglur og aðrar atvinnugreinar í landinu. Bæði hvað varðar fjárfestingar útlendinga og hins vegar eru engin hagfræðileg rök fyrir því að takmarka stærð sjávarútvegsfyrirtækja sem selja alfarið erlendis öfugt við það sem t.d. gerist um fákeppni á innanlandsmarkaði,“ segir Ásgeir. Hann segir að einmitt nú þegar samdráttur sé í úthlutuðum aflaheimildum sé nauðsynlegt að víkka kvótaþakið sem færist sífellt neðar þegar heildarkvótinn skerðist. Það sé grunnforsenda þess að sjávarútvegsfyrirtæki geti staðið af sér núverandi þrengingar. Haustið 2007 hélt Ásgeir fyrirlestur sem bar heitið Útvegur og byggðastefna á vegum Rannsóknarstofnunar um samfélags og efnahagsmál (RSE). Þar reyndi hann m.a. að svara því hvers vegna sjávarútvegsfyrirtækin hefðu ekki leitt útrás íslenskra fyrirtækja á síðustu árum. Hann segir að fyrir fimmtán árum síðan hafi bestu fyrirtæki landsins verið sjávarútvegsfyrirtæki. Íslendingar hafi veitt fisk með skilvirkari hætti en flestar aðrar þjóðir. Sjávarútvegsfyrirtækin hafi auk þess verið lang styrkustu útflutningsfyrirtækin hérlendis sem voru í útflutningi. Ástæður þess að þessum fyrirtækjum hafi ekki gengið betur í útrás erlendis séu margþættar. „Í fyrsta lagi er sjávarútvegur erlendis oft ekki stundaður eins og venjuleg atvinnugrein heldur er hann seldur undir ýmis konar pólitísk höft. Erfitt getur reynst að yfirfæra íslenska þekkingu inn á ný svæði eins og var t.d. í Rússlandi . Þar þurfti að eiga við ýmis stjórnmálaleg vandræði sem var mjög erfitt að eiga við. Það var líka verið að reyna að kaupa slæm fyrirtæki og laga þau. Það reyndist einnig erfitt,“ segir Ásgeir. Slæm vaxtaskilyrði Flest sjávarútvegsfyrirtæki hérlendis fóru af hlutabréfamarkaði á árunum 2003 og 2004. „Fyrirtækin náðu ekki að vaxa með þeim hætti sem þarf til þess að geta verið á hlutabréfamarkaði. Þar er alltaf gerð aukin krafa um markaðsvirði og seljanleika hlutabréfanna,“ segir Ásgeir. Hann segir að áhugi á þeim hafi ekki verið mikill á markaðinum meðal hlutabréfafjárfesta. Ásgeir segir að núverandi kvótakerfi sem byggist upp á því að þeir hæfari kaupi upp kvóta þeirra sem ekki standi sig, sé hagkvæmt en þeir sem fari úti úr greininni bera samt mest út býtum fyrst í stað. Hagræðing sem var í kringum 1990 þegar fyrirtæki voru að kaupa upp kvóta hafi því verið mörgum fyrirtækjum mjög kostnaðarsöm og endurspeglast í fremur háum skuldum í greininni. Hann segir að þar sem úthlutaður afli minnki stöðugt á milli ára grípi útgerðir til þess að kaupa stöðugt meiri kvóta og hann sé dýr. Hagræðing verði því hæg auk þess sem þessi atvinnugrein sitji stöðugt undir pólitískum árasum um upptöku kvótans – jafnvel þó hann hafi verið keyptur fullu verði fyrir opnum tjöldum. Auk þess segir Ásgeir að aðilar sem hafi verið keyptir út úr greininni hafi verið nokkuð áberandi á íslenskum hlutabréfamarkaði. „Segja má að eignastýring hérlendis hefji starfsemi sína með kvótapeningum í kringum árið 1990. Þá eru aðilar sem selja sig út úr greininni og hefja aðrar fjárfestingar,“ segir hann. Eitt þekktasta dæmið er líklegast Atorka, félag sem Þorsteinn Vilhelmssson stofnaði eftir að hafa selt sig út úr Samherja, sem breyttist úr því að vera upphaflega fjárfestingafélag í sjávarútvegi yfir í það að vera alhliða fjárfestingarfélag.
Markaðir Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira