Viðskipti erlent

Kaupþing hækkar um 8% í Svíþjóð

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Mynd/VIlhelm
Gengi hlutabréfa í Kaupþingi, sem skráð eru í kauphöllina í Svíþjóð, hefur hækkað um tæp átta prósent í dag. Þetta er í takti við mikla jákvæðni á erlendum hlutabréfamörkuðum eftir fulltrúar Bandaríkjaþings, fjármálaráðherra landsins og seðlabankastjóra, ákváðu í gær að að stofna sérstakan sjóð til að kaupa undirmálslán af bankakerfinu.

Þá hefur gengi hlutabréfa í finnska fjármálafyrirtækinu Storebrand, sem Kaupþing og Exista eiga þriðjungshlut í, hækkað um tæp 10 prósent prósent og í Sampo, sem Exista á tæpan fimmtungshlut í, hækkað um 8,17 prósent.

Mikil vanskil á lánum af þessu tagi er ein róta lausafjárkreppunnar, sem nú hefur riðið alþjóðlegum fjármálamörkuðum í rúmt ár.

Ákvörðunin, sem lak út í gær, hleypti nýju lífi inn á bandarískan fjármálamarkað og rauk gengi hlutabréfa þar upp í gær.

Nikkei-vísitalan rauk upp um 3,76 prósent í morgun. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkað um 6,7 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 4 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi hækkað um 5,72 prósent.

Mikil hækkun hefur sömuleiðis verið á norrænum hlutabréfamörkuðum. C-20 vísitalan í Danmörku hefur hækkað um 4,6 prósent, vísitalan í kauphöllinni í Stokkhólmi um 6,5 prósent, vísitalan í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi um 5,7 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi farið upp um 4,6 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×