Ráðherra líst vel á sölu á Kaupþingi Ingimar Karl Helgason skrifar 15. október 2008 18:00 Rætt er um að lífeyrissjóðirnir kunni að eignast 51 prósents hlut í Kaupþingi, en ótilgreindir fjárfestar það sem eftir stendur. Vísir/GVA „Það væri mikil og ljós birta í þessu öllu saman og ég vona svo sannarlega að þetta gangi hjá þeim,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Fram hefur komið að nokkrir stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa sýnt því áhuga að kaupa starfsemi og eignir Kaupþings.Björgvin segir gríðarlega mikilvægt að reyna að koma málum svo fyrir að „ríkið sitji ekki með alla stóru bankana þrjá í fanginu, heldur væri hérna einn einkarekinn banki áfram“. Viðskiptaráðherra var ekki kunnugt um að formlegt tilboð hefði verið lagt inn til skilanefndar Kaupþings um hádegið í gær. Ekki náðist í Finn Sveinbjörnsson skilanefndarformann síðdegis. Þá voru margir fundir um málið í gangi. Menn sem Markaðurinn náði tali af sögðu að ganga þyrfti frá mörgum lausum endum áður en nokkuð yrði tilkynnt. Óvíst var um stöðu formlegra viðræðna eða tilboðs þegar Markaðurinn fór í prentun. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins sem er sett yfir skilanefndina, vildi fátt segja um málið í gær. „Ég get því miður ekki tjáð mig um það á þessi stigi. En við munum að sjálfsögðu gefa upplýsingar um leið og við getum.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að lífeyrissjóðirnir myndu eignast 51 prósents hlut í bankanum, en ótilgreindir fjárfestar afganginn. Samkvæmt fyrirtækjaskrá er búið að stofna Nýja Glitni og Nýja Landsbanka. Nýja Kaupþing hefur ekki verið stofnað, ef marka má fyrirtækjaskrá og Lögbirtingablað síðdegis í gær. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur sagt að ganga þyrfti frá kaupunum áður en nýr banki yrði stofnaður. Hugmyndin væri að kaupa innlendan hluta Kaupþings og að einhverju leyti erlendan hluta. Lífeyrissjóðir sem hlut eiga að máli eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Gildi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Stafir. „Ég held að það deili enginn um það að Kaupþing hafi verið með vel rekna bankaþjónustu. Í mínum huga er það ekkert slæm framtíðarsýn að hér sé rekinn traustur ríkisbanki og við hans hlið traustur markaðsbanki,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og varaformaður stjórnar LSR. Markaðir Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
„Það væri mikil og ljós birta í þessu öllu saman og ég vona svo sannarlega að þetta gangi hjá þeim,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Fram hefur komið að nokkrir stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa sýnt því áhuga að kaupa starfsemi og eignir Kaupþings.Björgvin segir gríðarlega mikilvægt að reyna að koma málum svo fyrir að „ríkið sitji ekki með alla stóru bankana þrjá í fanginu, heldur væri hérna einn einkarekinn banki áfram“. Viðskiptaráðherra var ekki kunnugt um að formlegt tilboð hefði verið lagt inn til skilanefndar Kaupþings um hádegið í gær. Ekki náðist í Finn Sveinbjörnsson skilanefndarformann síðdegis. Þá voru margir fundir um málið í gangi. Menn sem Markaðurinn náði tali af sögðu að ganga þyrfti frá mörgum lausum endum áður en nokkuð yrði tilkynnt. Óvíst var um stöðu formlegra viðræðna eða tilboðs þegar Markaðurinn fór í prentun. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins sem er sett yfir skilanefndina, vildi fátt segja um málið í gær. „Ég get því miður ekki tjáð mig um það á þessi stigi. En við munum að sjálfsögðu gefa upplýsingar um leið og við getum.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að lífeyrissjóðirnir myndu eignast 51 prósents hlut í bankanum, en ótilgreindir fjárfestar afganginn. Samkvæmt fyrirtækjaskrá er búið að stofna Nýja Glitni og Nýja Landsbanka. Nýja Kaupþing hefur ekki verið stofnað, ef marka má fyrirtækjaskrá og Lögbirtingablað síðdegis í gær. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur sagt að ganga þyrfti frá kaupunum áður en nýr banki yrði stofnaður. Hugmyndin væri að kaupa innlendan hluta Kaupþings og að einhverju leyti erlendan hluta. Lífeyrissjóðir sem hlut eiga að máli eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Gildi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Stafir. „Ég held að það deili enginn um það að Kaupþing hafi verið með vel rekna bankaþjónustu. Í mínum huga er það ekkert slæm framtíðarsýn að hér sé rekinn traustur ríkisbanki og við hans hlið traustur markaðsbanki,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og varaformaður stjórnar LSR.
Markaðir Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira