Innlent

Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli ætla að ganga út á morgun

Óli Tynes skrifar

Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli eru um sextíu talsins. Þeir telja á sér brotið með breyttu vinnufyrirkomulagi sem á að taka gildi fyrsta ágúst. Þá muni grunnlaun þeirra lækka um allt að 20 prósentum.

Breytingarnar felast í því að slökkviliðsmenn munu hætta að sinna ýmsum aukastörfum svosem þrifum, eftirliti með girðingum og fleiru smálegu. Við það fækkar vinnustundum þeirra um tuttugu.

Þessa stundina er verið að reyna að ná sáttum með því að finna önnur störf sem gætu bætt þeim upp vinnumissinn.

Það er hinsvegar skoðun flugmálayfirvalda að útganga á morgun væri ólögleg. Um sé að ræða yfirvinnu en ekki kjarasamninga.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×