Verð á hráolíu rauk í rúma 132 dali á tunnu á bandarískum fjármálamarkaði fyrir stundu eftir að bandaríska orkumálaráðuneytið greindi frá því að dregið hafi óvænt úr olíubirgðum vestanhafs í síðustu viku.
Fjárfestar hafa áhyggjur af síhækkandi olíuverði upp á síðkastið sem hefur rokið upp og valdið því að neytendur hafa hamstrað eldsneyti á kostnað annarra neysluvara, að sögn fréttastofu Associated Press.
Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkaði almennt eftir að olíutölurnar lágu fyrir. Áður voru væntingar um að þær væru almennt á uppleið. Þannig hefur Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkað um 0,45 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,15 prósent.