Viðskipti erlent

Búist við auknu atvinnuleysi í Bretlandi

Atvinnuleysi mun aukast talsvert í Bretlandi á næstunni, ekki síst þegar starfsmenn Woolworths missa vinnuna, að sögn Sky-fréttastofunnar.
Atvinnuleysi mun aukast talsvert í Bretlandi á næstunni, ekki síst þegar starfsmenn Woolworths missa vinnuna, að sögn Sky-fréttastofunnar.

Líkur eru á að atvinnuleysi hafi aukist talsvert í Bretlandi í mánuðinum. Hagstofa landsins birtir tölurnar í dag.

Nú eru 1,82 milljónir manna atvinnulausar í Bretlandi en slíkar tölur hafa ekki sést þar í landi í ellefu ár.

Breska ríkisútvarpið (BBC) segir eina milljón Breta nú hafa viðuværi sitt af atvinnuleysisbótum og hafi þeir ekki verið fleiri í átta ár.

Sky-fréttastofan bætir því við að atvinnulausum muni fjölga mjög um næstu mánaðamót þegar 30 þúsund manns sem missa vinnuna í kjölfar gjaldþrots bresku verslanakeðjunnar Woolworths. Þá muni fjöldi manns sömuleiðis missa atvinnu sína í tengslum við hrun og samþættingu banka þar í landi upp á síðkastið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×