Eiríkur: Verðum að slá frá okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2008 15:14 Eiríkur í leik með ÍR gegn KR fyrr á tímabilinu. Mynd/Arnþór Eiríkur Önundarson lofar því að ÍR-ingar munu leggja allt sitt í oddaleikinn gegn Keflavík í kvöld og standa uppi sem sigurvegarar. Keflavík tekur á móti ÍR í oddaleik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Sigurvegarinn mætir Snæfelli í úrslitum. Keflavík varð deildarmeistari og lagði Þór örugglega í fyrstu umferðinni. ÍR lenti hins vegar í sjöunda sæti deildarinnar en tókst að leggja Íslandsmeistara KR að velli í fyrstu umferðinni. ÍR kom svo flestum að óvörum með því að vinna fyrstu tvo leikina gegn Keflavík en Suðurnesjamenn svöruðu með því að vinna næstu tvo. Það er því komið að oddaleiknum í rimmunni í kvöld. „Hvernig sem leikurinn fer í kvöld verður brotið blað í sögu úrslitakeppninnar," sagði Eiríkur í samtali við Vísi. „Ef við töpum verður það í fyrsta skipti sem lið kemst 2-0 yfir en tapar svo rimmunni. Ef við vinnum verður það í fyrsta skipti sem lið frá Suðurnesjum keppir ekki í úrslitunum." Hann segir að ÍR-ingar séu vanir því að vera lítilmagninn og það kæmi honum ekki á óvart ef fleiri reikna með sigri Keflvíkinga í kvöld. „Við byrjuðum á því að spila við liðið sem lenti í öðru sæti og erum nú að kljást við deildarmeistarana. En að mínu viti erum við með betra lið en Keflavík ef við náum að spila okkar leik. Það sýndi sig í fyrstu tveimur leikjunum í þessari rimmu." „Það sýndi sig samt líka að ef við erum ekki rétt innstilltir og þeir ná að spila sinn besta leik eru þeir betri, rétt eins og í síðustu tveimur leikjum." „Ég tel því að það eru helmingslíkur að við vinnum þennan leik í kvöld og ég geri ráð fyrir jöfnum og spennandi leik þar sem úrslit munu ekki ráðast fyrr en í lokin, eins og í öllum úrslitaleikjum. Ég tel ekki að annað liðið muni valta yfir hitt - við munum allavega ekki láta það koma fyrir okkur. Við munum mæta klárir í slaginn og gera allt sem við getum til að vinna þennan leik." Eiríkur segir að sínir menn hafi fyrst og fremst lært það af síðustu tveimur leikjum að liðið þurfi að spila almennilega vörn til að vinna Keflvíkinga. „Í tapleikjunum tveimur fengum við meira en 100 stig á okkur að meðaltali en um 80 stig í hinum leikjunum. Það er gríðarlega mikill munur á þessu tvennu og þetta er bara í hausnum á okkur. Þetta er bara spurning um vilja." „Við þurfum líka að passa okkur á því að leyfa þeim ekki keyra leikhraðann upp því þá eru þeir illviðráðanlegir. Við þurfum að stjórna hraðanum og spila ákveðnari varnarleik." Mönnum hefur verið tíðrætt eftir undanfarna leiki hvort Keflvíkingar hafi verið of grófir í sínum leikstíl en Eiríkur segir að það sé undir ÍR-ingum sjálfum komið að svara því. „Það er auðvitað munur á því að spila góða og ákveðna vörn og svo „dirty" vörn. En við ætlum okkur að spila okkar varnarleik miklu mun betur eins og við sýndum í fyrstu tveimur leikjunum að við getum vel gert." „Ég á heldur ekki von á því að dómararnir munu breyta sinni línu eftir þessa umræðu. Það er alvitað að þegar í úrslitakeppnina er komið eru leikirnir harðari og grófari, sérstaklega í svona úrslitaleik eins og í kvöld. Menn verða bara að slá frá sér ef þeir eru sjálfir slegnir." Dominos-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Eiríkur Önundarson lofar því að ÍR-ingar munu leggja allt sitt í oddaleikinn gegn Keflavík í kvöld og standa uppi sem sigurvegarar. Keflavík tekur á móti ÍR í oddaleik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Sigurvegarinn mætir Snæfelli í úrslitum. Keflavík varð deildarmeistari og lagði Þór örugglega í fyrstu umferðinni. ÍR lenti hins vegar í sjöunda sæti deildarinnar en tókst að leggja Íslandsmeistara KR að velli í fyrstu umferðinni. ÍR kom svo flestum að óvörum með því að vinna fyrstu tvo leikina gegn Keflavík en Suðurnesjamenn svöruðu með því að vinna næstu tvo. Það er því komið að oddaleiknum í rimmunni í kvöld. „Hvernig sem leikurinn fer í kvöld verður brotið blað í sögu úrslitakeppninnar," sagði Eiríkur í samtali við Vísi. „Ef við töpum verður það í fyrsta skipti sem lið kemst 2-0 yfir en tapar svo rimmunni. Ef við vinnum verður það í fyrsta skipti sem lið frá Suðurnesjum keppir ekki í úrslitunum." Hann segir að ÍR-ingar séu vanir því að vera lítilmagninn og það kæmi honum ekki á óvart ef fleiri reikna með sigri Keflvíkinga í kvöld. „Við byrjuðum á því að spila við liðið sem lenti í öðru sæti og erum nú að kljást við deildarmeistarana. En að mínu viti erum við með betra lið en Keflavík ef við náum að spila okkar leik. Það sýndi sig í fyrstu tveimur leikjunum í þessari rimmu." „Það sýndi sig samt líka að ef við erum ekki rétt innstilltir og þeir ná að spila sinn besta leik eru þeir betri, rétt eins og í síðustu tveimur leikjum." „Ég tel því að það eru helmingslíkur að við vinnum þennan leik í kvöld og ég geri ráð fyrir jöfnum og spennandi leik þar sem úrslit munu ekki ráðast fyrr en í lokin, eins og í öllum úrslitaleikjum. Ég tel ekki að annað liðið muni valta yfir hitt - við munum allavega ekki láta það koma fyrir okkur. Við munum mæta klárir í slaginn og gera allt sem við getum til að vinna þennan leik." Eiríkur segir að sínir menn hafi fyrst og fremst lært það af síðustu tveimur leikjum að liðið þurfi að spila almennilega vörn til að vinna Keflvíkinga. „Í tapleikjunum tveimur fengum við meira en 100 stig á okkur að meðaltali en um 80 stig í hinum leikjunum. Það er gríðarlega mikill munur á þessu tvennu og þetta er bara í hausnum á okkur. Þetta er bara spurning um vilja." „Við þurfum líka að passa okkur á því að leyfa þeim ekki keyra leikhraðann upp því þá eru þeir illviðráðanlegir. Við þurfum að stjórna hraðanum og spila ákveðnari varnarleik." Mönnum hefur verið tíðrætt eftir undanfarna leiki hvort Keflvíkingar hafi verið of grófir í sínum leikstíl en Eiríkur segir að það sé undir ÍR-ingum sjálfum komið að svara því. „Það er auðvitað munur á því að spila góða og ákveðna vörn og svo „dirty" vörn. En við ætlum okkur að spila okkar varnarleik miklu mun betur eins og við sýndum í fyrstu tveimur leikjunum að við getum vel gert." „Ég á heldur ekki von á því að dómararnir munu breyta sinni línu eftir þessa umræðu. Það er alvitað að þegar í úrslitakeppnina er komið eru leikirnir harðari og grófari, sérstaklega í svona úrslitaleik eins og í kvöld. Menn verða bara að slá frá sér ef þeir eru sjálfir slegnir."
Dominos-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira