Magnús bíður eftir ákvörðun þjálfarans 25. apríl 2008 20:39 Magnús Gunnarsson smellir kossi á enn einn bikarinn í Keflavík í gær Mynd/Daniel Magnús Gunnarsson og félagar hans í Keflavík taka nú þátt í sigurhátíð sem að hans sögn mun standa yfir alla helgina þar í bæ. Liðið landaði enn einum meistaratitlinum í safnið í gærkvöld og Vísir heyrði hljóðið í skyttunni í kvöld. Við spurðum Magnús út í úrslitakeppnina, erfiðleika Keflavíkurliðsins gegn ÍR og hvað hefði orðið til þess að liðið fór á þann mikla sprett sem tryggði því titilinn. "Við þjöppuðum okkur saman eftir töpin gegn ÍR og fórum bara að spila eins og menn. Það var bullandi sjálfstraust í ÍR eftir KR-seríuna, en það var aldrei efi í okkur í þessari úrslitakeppni. Við vissum að um leið og við myndum smella, færi þetta á skrið hjá okkur," sagði Magnús. Hann segir að þó það sé vissulega klisja að varnarleikurinn vinni titla - hafi það einfaldlega verið það sem gerði gæfumuninn á hjá Keflvíkingum í þessari úrslitakeppni. "Menn gleyma því kannski að við fengum á okkur fæst stig allra í deildarkeppninni. Við spiluðum ágæta vörn á móti Þór í fyrstu umferðinni, en svo er eins og við höfum haldið að þetta kæmi bara að sjálfu sér á móti ÍR og við vorum að spila illa bæði sem lið og sem einstaklingar. Svo þegar við skrúfuðum okkur í gang í þriðja leiknum gegn ÍR, var þetta aldrei spurning í framhaldinu. Við burstuðum ÍR í síðustu þremur leikjunum, tókum Snæfell með 15 stigum á útivelli og svo 20 stigum heima. Það átti bara enginn möguleika í okkur," sagði Magnús. En hvað var það sem kveikti í Keflvíkingum eftir töpin tvö gegn ÍR, þegar þorri manna var búinn að afskrifa þá? "Við hittumst fyrir þriðja leikinn gegn ÍR til að horfa á flott myndband sem strákarnir sem sjá um Kef City TV settu saman, þeir Þorsteinn Lár og Siggi og mér skilst að Sigurður (þjálfari) hafi eitthvað komið að því líka. Það kveikti rækilega í okkur og eftir það varð ekki aftur snúið. Við unnum að þessu allan veturinn og skrifuðum svo nýtt blað í söguna með þessum sigri," sagði Magnús. Sigurður Ingimundarson þjálfari hefur ekkert gefið upp um framtíðaráform sín í þjálfarastólnum hjá Keflavík og Magnús segist byggja sín eigin framtíðarplön nokkuð mikið á því hvað "besti þjálfari landsins ætlar að gera" eins og hann orðaði það sjálfur. "Ég þarf nú að sjá hver verður þjálfari í þessu Keflavíkurliði áður en ég tek ákvörðun. Maður spilar ekki fyrir hvern sem er þegar maður hefur spilað fyrir þann besta. Ég mundi segja að væru svona 80% líkur á því að ég haldi áfram í Keflavík ef Siggi verður áfram." Dominos-deild karla Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Magnús Gunnarsson og félagar hans í Keflavík taka nú þátt í sigurhátíð sem að hans sögn mun standa yfir alla helgina þar í bæ. Liðið landaði enn einum meistaratitlinum í safnið í gærkvöld og Vísir heyrði hljóðið í skyttunni í kvöld. Við spurðum Magnús út í úrslitakeppnina, erfiðleika Keflavíkurliðsins gegn ÍR og hvað hefði orðið til þess að liðið fór á þann mikla sprett sem tryggði því titilinn. "Við þjöppuðum okkur saman eftir töpin gegn ÍR og fórum bara að spila eins og menn. Það var bullandi sjálfstraust í ÍR eftir KR-seríuna, en það var aldrei efi í okkur í þessari úrslitakeppni. Við vissum að um leið og við myndum smella, færi þetta á skrið hjá okkur," sagði Magnús. Hann segir að þó það sé vissulega klisja að varnarleikurinn vinni titla - hafi það einfaldlega verið það sem gerði gæfumuninn á hjá Keflvíkingum í þessari úrslitakeppni. "Menn gleyma því kannski að við fengum á okkur fæst stig allra í deildarkeppninni. Við spiluðum ágæta vörn á móti Þór í fyrstu umferðinni, en svo er eins og við höfum haldið að þetta kæmi bara að sjálfu sér á móti ÍR og við vorum að spila illa bæði sem lið og sem einstaklingar. Svo þegar við skrúfuðum okkur í gang í þriðja leiknum gegn ÍR, var þetta aldrei spurning í framhaldinu. Við burstuðum ÍR í síðustu þremur leikjunum, tókum Snæfell með 15 stigum á útivelli og svo 20 stigum heima. Það átti bara enginn möguleika í okkur," sagði Magnús. En hvað var það sem kveikti í Keflvíkingum eftir töpin tvö gegn ÍR, þegar þorri manna var búinn að afskrifa þá? "Við hittumst fyrir þriðja leikinn gegn ÍR til að horfa á flott myndband sem strákarnir sem sjá um Kef City TV settu saman, þeir Þorsteinn Lár og Siggi og mér skilst að Sigurður (þjálfari) hafi eitthvað komið að því líka. Það kveikti rækilega í okkur og eftir það varð ekki aftur snúið. Við unnum að þessu allan veturinn og skrifuðum svo nýtt blað í söguna með þessum sigri," sagði Magnús. Sigurður Ingimundarson þjálfari hefur ekkert gefið upp um framtíðaráform sín í þjálfarastólnum hjá Keflavík og Magnús segist byggja sín eigin framtíðarplön nokkuð mikið á því hvað "besti þjálfari landsins ætlar að gera" eins og hann orðaði það sjálfur. "Ég þarf nú að sjá hver verður þjálfari í þessu Keflavíkurliði áður en ég tek ákvörðun. Maður spilar ekki fyrir hvern sem er þegar maður hefur spilað fyrir þann besta. Ég mundi segja að væru svona 80% líkur á því að ég haldi áfram í Keflavík ef Siggi verður áfram."
Dominos-deild karla Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira