Samskiptin við dómsmálaráðherra Jón Kaldal skrifar 25. september 2008 08:48 Lögreglumennirnir suður með sjó sem vilja hætta ætla ekki að kveðja þegjandi og halla hurðinni varlega á eftir sér. Samskiptin við dómsmálaráðuneytið hafa verið afar stirð, segir í fréttatilkynningu sem Jóhann R. Benediktsson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér í gær. Tilefnið er að hann ásamt þremur lykilmönnum embættisins hafa óskað eftir því að láta af störfum um næstu mánaðamót því þeir telja algjöran trúnaðarbrest hafa orðið milli sín og ráðuneytisins. Öllu nákvæmari lýsingu á samskiptunum við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er að finna í Fréttablaðinu í dag, í viðtali við Eyjólf Kristjánsson, einn fjórmenninganna. Þar fer maður sem hefur fengið sig fullsaddan af viðmóti dómsmálaráðherra. Samskiptum embættis síns við ráðuneytið lýsir Eyjólfur sem stöðugu einelti ráðherrans og ráðgjafa hans þar sem málefnalegum forsendum og faglegum vinnubrögðum hafi verið kastað fyrir róða. Þetta er ekki fallegur vitnisburður um stjórnvisku dómsmálaráðherra, svo ekki sé minnst á hæfileika hans til að eiga í mannlegum samskiptum. Skortur á því síðarnefnda kemur reyndar ekki á óvart í blaðamannastétt því Björn Bjarnason er eini maðurinn á Íslandi sem treystir sér ekki til að svara blaðamönnum í gegnum síma. Hann tekur aðeins við spurningum í tölvupósti. Hvernig ráðherrann kýs að haga samskiptum sínum við annað fólk er þó smámál við hliðina á þeirri trú hans að allt sé í himnalagi í löggæslumálum landsins. Hér er listi yfir helstu uppákomur á þeim vettvangi allra síðustu daga: Íbúar í Seljahverfi halda fjölmennan fund með lögreglunni í Ölduselsskóla. Þeir lýsa yfir áhyggjum af tíðum innbrotum í hverfinu og að lögregluþjónar sjáist þar sjaldan. Íbúasamtök Laugardals kvarta yfir öryggisleysi í Laugardal, að ógæfufólk haldi þar til afskiptalaust, því fylgi sprautunálar og áreiti en aldrei sjáist lögreglumenn við eftirlit, Bæjaryfirvöld í Grindavík átelja ríkisvaldið fyrir að standa ekki við gerða samninga um aukna löggæslu. Lögreglufélag Reykjavíkur logar í illdeilum, lögreglumenn segja sig úr félaginu, meðlimir í sérsveit Ríkislögreglustjóra senda ályktun til fjölmiðla og lögreglumenn í fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra gera hið sama. Rótin að úrsögnunum og ályktununum er skiptar skoðanir á skipulagi löggæslumála milli Ríkislögreglustjórans og Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Allt þetta gerðist á rúmlega viku. Það er að ýmsu leyti lýsandi fyrir stöðu löggæslumála landsins að á sama tíma og lögreglumenn á Suðurnesjum funduðu í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju í gær, var dómsmálaráðherra í Háskólanum á Bifröst að lýsa hugmyndum um stofnun þjóðaröryggisdeildar. Hlutverk slíkrar deildar væri meðal annars að koma í veg fyrir möguleg hryðjuverk og landráð með forvirkum rannsóknarheimildum. Það þarf einhver að taka að sér að kippa dómsmálaráðherra inn í íslenskan hversdagsleika. Hann er örugglega ekki jafn spennandi í augum ráðherrans og alþjóðlegar njósnir, en hlýtur þó að eiga að vera í forgangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Lögreglumennirnir suður með sjó sem vilja hætta ætla ekki að kveðja þegjandi og halla hurðinni varlega á eftir sér. Samskiptin við dómsmálaráðuneytið hafa verið afar stirð, segir í fréttatilkynningu sem Jóhann R. Benediktsson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér í gær. Tilefnið er að hann ásamt þremur lykilmönnum embættisins hafa óskað eftir því að láta af störfum um næstu mánaðamót því þeir telja algjöran trúnaðarbrest hafa orðið milli sín og ráðuneytisins. Öllu nákvæmari lýsingu á samskiptunum við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er að finna í Fréttablaðinu í dag, í viðtali við Eyjólf Kristjánsson, einn fjórmenninganna. Þar fer maður sem hefur fengið sig fullsaddan af viðmóti dómsmálaráðherra. Samskiptum embættis síns við ráðuneytið lýsir Eyjólfur sem stöðugu einelti ráðherrans og ráðgjafa hans þar sem málefnalegum forsendum og faglegum vinnubrögðum hafi verið kastað fyrir róða. Þetta er ekki fallegur vitnisburður um stjórnvisku dómsmálaráðherra, svo ekki sé minnst á hæfileika hans til að eiga í mannlegum samskiptum. Skortur á því síðarnefnda kemur reyndar ekki á óvart í blaðamannastétt því Björn Bjarnason er eini maðurinn á Íslandi sem treystir sér ekki til að svara blaðamönnum í gegnum síma. Hann tekur aðeins við spurningum í tölvupósti. Hvernig ráðherrann kýs að haga samskiptum sínum við annað fólk er þó smámál við hliðina á þeirri trú hans að allt sé í himnalagi í löggæslumálum landsins. Hér er listi yfir helstu uppákomur á þeim vettvangi allra síðustu daga: Íbúar í Seljahverfi halda fjölmennan fund með lögreglunni í Ölduselsskóla. Þeir lýsa yfir áhyggjum af tíðum innbrotum í hverfinu og að lögregluþjónar sjáist þar sjaldan. Íbúasamtök Laugardals kvarta yfir öryggisleysi í Laugardal, að ógæfufólk haldi þar til afskiptalaust, því fylgi sprautunálar og áreiti en aldrei sjáist lögreglumenn við eftirlit, Bæjaryfirvöld í Grindavík átelja ríkisvaldið fyrir að standa ekki við gerða samninga um aukna löggæslu. Lögreglufélag Reykjavíkur logar í illdeilum, lögreglumenn segja sig úr félaginu, meðlimir í sérsveit Ríkislögreglustjóra senda ályktun til fjölmiðla og lögreglumenn í fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra gera hið sama. Rótin að úrsögnunum og ályktununum er skiptar skoðanir á skipulagi löggæslumála milli Ríkislögreglustjórans og Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Allt þetta gerðist á rúmlega viku. Það er að ýmsu leyti lýsandi fyrir stöðu löggæslumála landsins að á sama tíma og lögreglumenn á Suðurnesjum funduðu í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju í gær, var dómsmálaráðherra í Háskólanum á Bifröst að lýsa hugmyndum um stofnun þjóðaröryggisdeildar. Hlutverk slíkrar deildar væri meðal annars að koma í veg fyrir möguleg hryðjuverk og landráð með forvirkum rannsóknarheimildum. Það þarf einhver að taka að sér að kippa dómsmálaráðherra inn í íslenskan hversdagsleika. Hann er örugglega ekki jafn spennandi í augum ráðherrans og alþjóðlegar njósnir, en hlýtur þó að eiga að vera í forgangi.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun