Samskiptin við dómsmálaráðherra Jón Kaldal skrifar 25. september 2008 08:48 Lögreglumennirnir suður með sjó sem vilja hætta ætla ekki að kveðja þegjandi og halla hurðinni varlega á eftir sér. Samskiptin við dómsmálaráðuneytið hafa verið afar stirð, segir í fréttatilkynningu sem Jóhann R. Benediktsson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér í gær. Tilefnið er að hann ásamt þremur lykilmönnum embættisins hafa óskað eftir því að láta af störfum um næstu mánaðamót því þeir telja algjöran trúnaðarbrest hafa orðið milli sín og ráðuneytisins. Öllu nákvæmari lýsingu á samskiptunum við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er að finna í Fréttablaðinu í dag, í viðtali við Eyjólf Kristjánsson, einn fjórmenninganna. Þar fer maður sem hefur fengið sig fullsaddan af viðmóti dómsmálaráðherra. Samskiptum embættis síns við ráðuneytið lýsir Eyjólfur sem stöðugu einelti ráðherrans og ráðgjafa hans þar sem málefnalegum forsendum og faglegum vinnubrögðum hafi verið kastað fyrir róða. Þetta er ekki fallegur vitnisburður um stjórnvisku dómsmálaráðherra, svo ekki sé minnst á hæfileika hans til að eiga í mannlegum samskiptum. Skortur á því síðarnefnda kemur reyndar ekki á óvart í blaðamannastétt því Björn Bjarnason er eini maðurinn á Íslandi sem treystir sér ekki til að svara blaðamönnum í gegnum síma. Hann tekur aðeins við spurningum í tölvupósti. Hvernig ráðherrann kýs að haga samskiptum sínum við annað fólk er þó smámál við hliðina á þeirri trú hans að allt sé í himnalagi í löggæslumálum landsins. Hér er listi yfir helstu uppákomur á þeim vettvangi allra síðustu daga: Íbúar í Seljahverfi halda fjölmennan fund með lögreglunni í Ölduselsskóla. Þeir lýsa yfir áhyggjum af tíðum innbrotum í hverfinu og að lögregluþjónar sjáist þar sjaldan. Íbúasamtök Laugardals kvarta yfir öryggisleysi í Laugardal, að ógæfufólk haldi þar til afskiptalaust, því fylgi sprautunálar og áreiti en aldrei sjáist lögreglumenn við eftirlit, Bæjaryfirvöld í Grindavík átelja ríkisvaldið fyrir að standa ekki við gerða samninga um aukna löggæslu. Lögreglufélag Reykjavíkur logar í illdeilum, lögreglumenn segja sig úr félaginu, meðlimir í sérsveit Ríkislögreglustjóra senda ályktun til fjölmiðla og lögreglumenn í fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra gera hið sama. Rótin að úrsögnunum og ályktununum er skiptar skoðanir á skipulagi löggæslumála milli Ríkislögreglustjórans og Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Allt þetta gerðist á rúmlega viku. Það er að ýmsu leyti lýsandi fyrir stöðu löggæslumála landsins að á sama tíma og lögreglumenn á Suðurnesjum funduðu í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju í gær, var dómsmálaráðherra í Háskólanum á Bifröst að lýsa hugmyndum um stofnun þjóðaröryggisdeildar. Hlutverk slíkrar deildar væri meðal annars að koma í veg fyrir möguleg hryðjuverk og landráð með forvirkum rannsóknarheimildum. Það þarf einhver að taka að sér að kippa dómsmálaráðherra inn í íslenskan hversdagsleika. Hann er örugglega ekki jafn spennandi í augum ráðherrans og alþjóðlegar njósnir, en hlýtur þó að eiga að vera í forgangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Lögreglumennirnir suður með sjó sem vilja hætta ætla ekki að kveðja þegjandi og halla hurðinni varlega á eftir sér. Samskiptin við dómsmálaráðuneytið hafa verið afar stirð, segir í fréttatilkynningu sem Jóhann R. Benediktsson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér í gær. Tilefnið er að hann ásamt þremur lykilmönnum embættisins hafa óskað eftir því að láta af störfum um næstu mánaðamót því þeir telja algjöran trúnaðarbrest hafa orðið milli sín og ráðuneytisins. Öllu nákvæmari lýsingu á samskiptunum við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er að finna í Fréttablaðinu í dag, í viðtali við Eyjólf Kristjánsson, einn fjórmenninganna. Þar fer maður sem hefur fengið sig fullsaddan af viðmóti dómsmálaráðherra. Samskiptum embættis síns við ráðuneytið lýsir Eyjólfur sem stöðugu einelti ráðherrans og ráðgjafa hans þar sem málefnalegum forsendum og faglegum vinnubrögðum hafi verið kastað fyrir róða. Þetta er ekki fallegur vitnisburður um stjórnvisku dómsmálaráðherra, svo ekki sé minnst á hæfileika hans til að eiga í mannlegum samskiptum. Skortur á því síðarnefnda kemur reyndar ekki á óvart í blaðamannastétt því Björn Bjarnason er eini maðurinn á Íslandi sem treystir sér ekki til að svara blaðamönnum í gegnum síma. Hann tekur aðeins við spurningum í tölvupósti. Hvernig ráðherrann kýs að haga samskiptum sínum við annað fólk er þó smámál við hliðina á þeirri trú hans að allt sé í himnalagi í löggæslumálum landsins. Hér er listi yfir helstu uppákomur á þeim vettvangi allra síðustu daga: Íbúar í Seljahverfi halda fjölmennan fund með lögreglunni í Ölduselsskóla. Þeir lýsa yfir áhyggjum af tíðum innbrotum í hverfinu og að lögregluþjónar sjáist þar sjaldan. Íbúasamtök Laugardals kvarta yfir öryggisleysi í Laugardal, að ógæfufólk haldi þar til afskiptalaust, því fylgi sprautunálar og áreiti en aldrei sjáist lögreglumenn við eftirlit, Bæjaryfirvöld í Grindavík átelja ríkisvaldið fyrir að standa ekki við gerða samninga um aukna löggæslu. Lögreglufélag Reykjavíkur logar í illdeilum, lögreglumenn segja sig úr félaginu, meðlimir í sérsveit Ríkislögreglustjóra senda ályktun til fjölmiðla og lögreglumenn í fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra gera hið sama. Rótin að úrsögnunum og ályktununum er skiptar skoðanir á skipulagi löggæslumála milli Ríkislögreglustjórans og Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Allt þetta gerðist á rúmlega viku. Það er að ýmsu leyti lýsandi fyrir stöðu löggæslumála landsins að á sama tíma og lögreglumenn á Suðurnesjum funduðu í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju í gær, var dómsmálaráðherra í Háskólanum á Bifröst að lýsa hugmyndum um stofnun þjóðaröryggisdeildar. Hlutverk slíkrar deildar væri meðal annars að koma í veg fyrir möguleg hryðjuverk og landráð með forvirkum rannsóknarheimildum. Það þarf einhver að taka að sér að kippa dómsmálaráðherra inn í íslenskan hversdagsleika. Hann er örugglega ekki jafn spennandi í augum ráðherrans og alþjóðlegar njósnir, en hlýtur þó að eiga að vera í forgangi.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar