Innlent

Sjóræningjar tóku land á Patreksfirði

Alda Davíðsdóttir við Sjóræningjahúsið.
Alda Davíðsdóttir við Sjóræningjahúsið. MYND/BB

Fyrsta áfangi sjóræningjahúss á Patreksfirði var opnaður í gær. Sjóræningjahúsið er staðsett í gamalli smiðju á Vatneyri og þar verður saga sjórána við Vestfirði sögð.

Kaffihús opnaði í gær en við það er að finna inngang að sýningu Sjóræningjahússins sem verður opnuð á næsta ári.

Bæjarins Besta segir frá því að Hlíf Gylfadóttir, mannfræðingur, flutti léttan og skemmtilegan fyrirlestur um hjátrú sjómanna og dúettinn Hljómur hélt uppi í fjöri langt fram á kvöld í tilefni opnunarinnar.

Alda Davíðsdóttir og Davíð Rúnar Gunnarsson, eigendur og rekstraraðilar, eru að vonum himinlifandi yfir því að rekstrarleyfi hafi fengist fyrir Sjómannadagshelgina.

„Það verður feikna fjör hjá okkur um helgina og vonumst til að sjá sem flesta. Við erum afar þakklát fyrir þá aðstoð sem bæjarbúar hafa veitt okkur," segir Alda við fréttavefinn

Tíðis. Að sögn Öldu eru þær sögur sem finna verður á sögusýningu hússins frá 17. öld en þá virtist vera töluvert um sjórán. Þá voru það mest Evrópubúar sem stunduðu ránin, í einhverjum tilfellum voru þetta hollenskir hvalveiðimenn en einnig Bretar og Skotar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×