Viðskipti erlent

Seðlabanki Bandaríkjanna tvöfaldar gjaldeyrisskiptasamninga

Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Ben Bernanke
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Ben Bernanke MYND/AFP

Seðlabanki Bandaríkjanna mun bæta 330 milljörðum dollara við þá gjaldeyrisskiptasamninga sem þegar eru fyrir hendi. Ekki hefur verið tilkynnt um nýja gjaldeyrisskiptasamninga við fleiri seðlabanka, heldur er aukið við þá samninga sem þegar eru fyrir hendi.

Samningar Seðlabanka Bandaríkjanna við seðlabanka Bretlands, Evrópu, Sviss og Japan hafa verið tvöfaldaðir, meðan stærð samninga við seðlabanka Norðurlandanna og Ástralíu hafa verið þrefaldaðir. Heildarupphæð gjaldeyrisskiptasamninga Bandaríkjamanna við seðlabanka annarra landa nema nú 620 milljörðum dollara.

Þá hefur Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnt að neyðarlánagluggi hans, "Term Auction Facility", sem veitir fjármálastofnunum lán til 28 eða 35 daga, og hefur mjög frjálslegar reglur um veð, verði þrefaldað að stærð, úr 150 milljörðum dollara í 450 milljarða. Bankastofnanir í Kanada, Englandi, Sviss og þær sem heyra undir eftirlit Evrópska seðlabankans, hafa aðgang að þessum neyðarlánaglugga.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×