Fótbolti

Hoffenheim hélt toppsætinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vedad Ibisevic hefur farið mikinn í liði Hoffenheim.
Vedad Ibisevic hefur farið mikinn í liði Hoffenheim. Nordic Photos / Getty Images

Nýliðar og spútniklið Hoffenheim hélt toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar í dag með 3-1 útisigri á Köln. Leverkusen tapaði hins vegar sínum leik en Bayern vann sinn.

Fyrir leikinn voru Hoffenheim og Leverkusen jöfn að stigum en fyrrnefnda liðið er nú með þriggja stiga forystu á bæði Leverkusen og Bayern München sem vann 4-1 sigur á Cottbus í dag. Leverkusen tapaði hins vegar fyrir Bielefeld á útivelli, 2-1.

Demba Ba kom Hoffenheim yfir í fyrri hálfleik en Kevin McKenna, leikmaður Köln, fékk svo að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks. Aðeins fimm mínútum síðar fékk Luiz Gustavo, leikmaður Hoffenheim, einnig að fjúka út af.

Vedad Ibisevic skoraði hin mörk Hoffenheim en Petit minnkaði muninn fyrir Köln. Ibisevic hefur farið mikinn í liði Hoffenheim til þessa og skoraði sextán mörk í fjórtán leikjum fyrir liðið á leiktíðinni.

Ervin Skela kom botnliði Cottbus óvænt yfir á Allianz-Arena en þeir Franck Ribery, Martin Demichelis, Miroslav Klose og Luca Toni skoruðu mörk Bayern í dag.

Úrslitin í dag:

Bayern - Cottbus 4-1

Bielefeld - Leverkusen 2-1

Bochum - Hertha 2-3

Frankfurt - Hannover 4-0

Köln - Hoffenheim 1-3

Schalke - Mönchengladbach 3-1

Wolfsburg - Stuttgart 4-1






Fleiri fréttir

Sjá meira


×