Ætli ég fái ekki kauphækkun 4. júní 2008 17:42 Magnús Gunnarsson hefur lyft sínum síðasta bikar með Keflavík - í bili Mynd/Heiða Magnús Þór Gunnarsson hefur leikið allan sinn feril með Keflavík, en í kvöld gengur hann formlega í raðir erkifjendanna í Njarðvík. Vísir spurði Magnús hvernig tilhugsun það væri að fara að spila í grænu. Magnús sagði í samtali við Vísi fyrir nokkru að 80% líkur væru á því að hann myndi framlengja við Keflavík, en bætti þó við að það hefði lengi freistað hans að breyta til. Þessar vangaveltur hans eru nú orðnar að veruleika, en hvernig datt Magnúsi í hug að ganga í raðir Njarðvíkinga? "Þeir eru nú ófáir búnir að spyrja mig að þessu í dag," sagði Magnús léttur í bragði þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. "Mig langaði rosalega að fara frá Keflavík í fyrra og þá bara til að prófa eitthvað nýtt, en þá ákvað ég að vera áfram af því ég var svo ósáttur við hvað við vorum lélegir árið á undan. Mig langaði frekar að taka eitt ár enn þar sem við værum góðir og næðum titlinum aftur og það tókst. Svo kom þetta tilboð frá Njarðvík og ég bara ákvað að stökkva á það," sagði Magnús. "Mig langaði bara að breyta til og það er þægilegt fyrir mig að þurfa ekki að flytja eða neitt þannig. Þetta er áskorun fyrir mig og ég held að við eigum að geta verið með mjög gott lið í Njarðvík. Ef þetta gengur ekki upp, þá bara kem ég í Keflavík aftur á næsta ári ef ég verð velkominn aftur," sagði Magnús. Honum líst vel á að spila fyrir Val Ingimundarson, sem eins og flestir vita er bróðir Sigurðar Ingimundarsonar hjá Keflavík. "Mér líst mjög vel á að spila fyrir Val. Það hefur verið frábært að spila fyrir Sigga og ef Valur kemst eitthvað nálægt því að vera eins góður þjálfari og bróðir hans, erum við í góðum málum," sagði Magnús. En hvernig tók Sigurður þjálfari Keflavíkur í þessi tíðindi? "Ég hringdi auðvitað fyrst í hann og hann var frekar fúll með þetta, en eins og hann sagði sjálfur, þá erum við báðir fagmenn og reynum bara að gera það sem við höldum að sé best að gera fyrir okkur sjálfa." Við spurðum Magnús hvort peningar hefðu spilað eitthvað inn í ákvörðun hans um að fara til Njarðvíkur. "Peningar hafa auðvitað alltaf eitthvað með þetta að gera, en svo var í rauninni ekki hjá mér. Það sem mestu skiptir hjá mér í þessu sambandi var að ég þurfti ekki að flytja neitt og gat verið í sömu vinnu. Það er nú líka einu sinni þannig að fyrirtækið sem ég vinn hjá er í eigu Njarðvíkinga, svo þeir eru hæst ánægðir. Ætli ég fái ekki launahækkun frá þeim frekar en frá Njarðvík. Nú segja þeir bara já já og amen ef maður þarf að hætta snemma," sagði Magnús hlæjandi. En verður ekki skrítið að klæðast græna búningnum og spila sem gestur í Sláturhúsinu? "Ætli fólk þurfi ekki bara að venjast því að sjá mig í grænu. Það verður rosalegt að koma og spila í Keflavík og ég get eiginlega ekki beðið eftir fyrsta leiknum í Sláturhúsinu. Ég hugsa að stuðningsmenn Keflavíkur láti vel í sér heyra og ef kyndingarnar verða innan skynsamlegra marka hjá þeim - mun ég bara eflast við mótlætið," sagði Magnús. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Magnús Þór Gunnarsson hefur leikið allan sinn feril með Keflavík, en í kvöld gengur hann formlega í raðir erkifjendanna í Njarðvík. Vísir spurði Magnús hvernig tilhugsun það væri að fara að spila í grænu. Magnús sagði í samtali við Vísi fyrir nokkru að 80% líkur væru á því að hann myndi framlengja við Keflavík, en bætti þó við að það hefði lengi freistað hans að breyta til. Þessar vangaveltur hans eru nú orðnar að veruleika, en hvernig datt Magnúsi í hug að ganga í raðir Njarðvíkinga? "Þeir eru nú ófáir búnir að spyrja mig að þessu í dag," sagði Magnús léttur í bragði þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. "Mig langaði rosalega að fara frá Keflavík í fyrra og þá bara til að prófa eitthvað nýtt, en þá ákvað ég að vera áfram af því ég var svo ósáttur við hvað við vorum lélegir árið á undan. Mig langaði frekar að taka eitt ár enn þar sem við værum góðir og næðum titlinum aftur og það tókst. Svo kom þetta tilboð frá Njarðvík og ég bara ákvað að stökkva á það," sagði Magnús. "Mig langaði bara að breyta til og það er þægilegt fyrir mig að þurfa ekki að flytja eða neitt þannig. Þetta er áskorun fyrir mig og ég held að við eigum að geta verið með mjög gott lið í Njarðvík. Ef þetta gengur ekki upp, þá bara kem ég í Keflavík aftur á næsta ári ef ég verð velkominn aftur," sagði Magnús. Honum líst vel á að spila fyrir Val Ingimundarson, sem eins og flestir vita er bróðir Sigurðar Ingimundarsonar hjá Keflavík. "Mér líst mjög vel á að spila fyrir Val. Það hefur verið frábært að spila fyrir Sigga og ef Valur kemst eitthvað nálægt því að vera eins góður þjálfari og bróðir hans, erum við í góðum málum," sagði Magnús. En hvernig tók Sigurður þjálfari Keflavíkur í þessi tíðindi? "Ég hringdi auðvitað fyrst í hann og hann var frekar fúll með þetta, en eins og hann sagði sjálfur, þá erum við báðir fagmenn og reynum bara að gera það sem við höldum að sé best að gera fyrir okkur sjálfa." Við spurðum Magnús hvort peningar hefðu spilað eitthvað inn í ákvörðun hans um að fara til Njarðvíkur. "Peningar hafa auðvitað alltaf eitthvað með þetta að gera, en svo var í rauninni ekki hjá mér. Það sem mestu skiptir hjá mér í þessu sambandi var að ég þurfti ekki að flytja neitt og gat verið í sömu vinnu. Það er nú líka einu sinni þannig að fyrirtækið sem ég vinn hjá er í eigu Njarðvíkinga, svo þeir eru hæst ánægðir. Ætli ég fái ekki launahækkun frá þeim frekar en frá Njarðvík. Nú segja þeir bara já já og amen ef maður þarf að hætta snemma," sagði Magnús hlæjandi. En verður ekki skrítið að klæðast græna búningnum og spila sem gestur í Sláturhúsinu? "Ætli fólk þurfi ekki bara að venjast því að sjá mig í grænu. Það verður rosalegt að koma og spila í Keflavík og ég get eiginlega ekki beðið eftir fyrsta leiknum í Sláturhúsinu. Ég hugsa að stuðningsmenn Keflavíkur láti vel í sér heyra og ef kyndingarnar verða innan skynsamlegra marka hjá þeim - mun ég bara eflast við mótlætið," sagði Magnús.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira