Danirnir kvarta yfir Rooney Elvar Geir Magnússon skrifar 11. desember 2008 10:45 Rooney er sterkur strákur. Kasper Risgard, leikmaður Álaborgar, ásakar Wayne Rooney hjá Manchester United um að hafa traðkað á sér í 2-2 jafnteflisleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær. Dómarinn refsaði Rooney ekki fyrir atvikið. „Hann traðkaði á bringunni á mér. Allstaðar nema á Old Trafford væri þetta rautt spjald," sagði Risgard. Rooney segist ekki hafa gert neitt ólöglegt. „Svona er fótbolti, það er mikil harka í honum," sagði Rooney. Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins gæti skoðað atvikið á upptökum og dæmt Rooney í leikbann. „Þetta er ekki jákvætt atvik fyrir frábæran fótboltamann. Þú verður að ná að halda haus og vera rólegur á svona stundum, en hann var nokkuð pirraður," sagði Allan Kuhn, þjálfari Álaborgar, sem vildi ekki segja til um hvort um viljaverk hefði verið að ræða. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sá ekki atvikið en viðurkenndi að leikurinn hafi verið mjög harður. „Álaborg var ekki að spara tæklingarnar. Þetta atvik með Carlos var bara árás. Ég held að leikmaðurinn hefði fengið rautt hefði Carlos ekki staðið strax upp," sagði Ferguson en átti þar við tæklingu Jeppe Curth á Carlos Tevez. Úrslit gærdagsins þýða að Manchester United hefur jafnað met Ajax og Bayern München með því að leika 19 leiki í röð án þess að bíða ósigur í Meistaradeildinni. United mætir Inter, Sporting Lissabon, Atletico Madrid, Lyon eða Real Madrid í sextán liða úrslitum. Ferguson gerir sér grein fyrir möguleikanum á að mæta Real Madrid en ansi kalt er milli þessara félaga vegna áhuga spænska liðsins á Cristiano Ronaldo. Ferguson Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hafa eldað grátt silfur saman. „Það yrði fínasta veisla er það ekki. Ég hlakka til að fá mér te og kexkökur með Ramon Calderon," sagði Ferguson. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Kasper Risgard, leikmaður Álaborgar, ásakar Wayne Rooney hjá Manchester United um að hafa traðkað á sér í 2-2 jafnteflisleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær. Dómarinn refsaði Rooney ekki fyrir atvikið. „Hann traðkaði á bringunni á mér. Allstaðar nema á Old Trafford væri þetta rautt spjald," sagði Risgard. Rooney segist ekki hafa gert neitt ólöglegt. „Svona er fótbolti, það er mikil harka í honum," sagði Rooney. Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins gæti skoðað atvikið á upptökum og dæmt Rooney í leikbann. „Þetta er ekki jákvætt atvik fyrir frábæran fótboltamann. Þú verður að ná að halda haus og vera rólegur á svona stundum, en hann var nokkuð pirraður," sagði Allan Kuhn, þjálfari Álaborgar, sem vildi ekki segja til um hvort um viljaverk hefði verið að ræða. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sá ekki atvikið en viðurkenndi að leikurinn hafi verið mjög harður. „Álaborg var ekki að spara tæklingarnar. Þetta atvik með Carlos var bara árás. Ég held að leikmaðurinn hefði fengið rautt hefði Carlos ekki staðið strax upp," sagði Ferguson en átti þar við tæklingu Jeppe Curth á Carlos Tevez. Úrslit gærdagsins þýða að Manchester United hefur jafnað met Ajax og Bayern München með því að leika 19 leiki í röð án þess að bíða ósigur í Meistaradeildinni. United mætir Inter, Sporting Lissabon, Atletico Madrid, Lyon eða Real Madrid í sextán liða úrslitum. Ferguson gerir sér grein fyrir möguleikanum á að mæta Real Madrid en ansi kalt er milli þessara félaga vegna áhuga spænska liðsins á Cristiano Ronaldo. Ferguson Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hafa eldað grátt silfur saman. „Það yrði fínasta veisla er það ekki. Ég hlakka til að fá mér te og kexkökur með Ramon Calderon," sagði Ferguson.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira