United hélt hreinu í Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2008 18:47 Cristiano Ronaldo var vitanlega svekktur með að misnota vítaspyrnuna í upphafi leiksins. Nordic Photos / AFP Ekkert mark var skorað í viðureign Barcelona og Manchester United í kvöld þó svo að heimamenn hafi verið mun meira með boltann og Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu. Þetta var fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en liðin mætast á Old Trafford á þriðjudaginn. Börsungar voru mun meira með boltann og stjórnuðu leiknum nánast frá upphafi til enda. Liðinu gekk þó illa að skapa sér almennileg færi enda varnarleikur United vel skipulagður. Það var helst í upphafi síðari hálfleiks að Samuel Eto'o komst næst því að skora fyrir Barcelona og skömmu síðar fékk Michael Carrick eitt besta færi United. Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki við sögu í leiknum þó svo að Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, hafi aðeins notað tvær skiptingar í leiknum. United fékk óskabyrjun í leiknum er vítaspyrna var dæmd á Gabriel Milito fyrir að verja boltann með höndunum, strax á annarri mínútu. Cristiano Ronaldo átti þá skalla að marki en dómari leiksins var ekki í nokkrum vafa og dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Ronaldo misnotaði hins vegar spyrnuna og skaut hægra megin fram hjá markinu. Börsungar stýrðu leiknum í fyrri hálfleik en þó fékk liðið lítið af góðum marktækifærum. United-menn vörðust stíft en voru þó hættulegir í skyndisóknum. Ronaldo fékk á 30. mínútu gott færi er hann komst inn í klaufalega sendingu Andrés Iniesta. Milito náði þó að hægja á honum á síðustu stundu en Ronaldo fannst að brotið hafi verið á honum. Hann fékk þó ekki vítaspyrnu öðru sinni í leiknum. Það var lítið um opin færi í fyrri hálfleik og greinilegt að liðin gerðu allt til að forðast að fá á sig mark. Börsungar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og fékk Samuel Eto'o tvö góð færi með skömmu millibili. Í bæði skiptin komst hann einn gegn Van der Sar en í fyrra skiptið reyndi hann að gefa á félaga og í seinna skiptið skaut hann í hliðarnetið. Michael Carrick fékk svo frábært færi á 54. mínútu er hann komst í gott skotfæri en hann skaut í hliðarnetið. Barcelona var áfram með undirtökin í leiknum en gekk afar illa að finna sér leið í gegnum þétta vörn United. Bæði lið gerðu tilkall til vítaspyrnu en helst var að Ronaldo hafði nokkuð til síns máls eftir að Yaya Toure virtist brjóta á honum um miðbik síðari hálfleiks.Thierry Henry kom inn á sem varamaður og fékk fimmtán mínútur til að setja mark sitt á leikinn. En þó svo að hann hafi átt nokkra góða spretti og verið frískur tókst honum ekki að skora, frekar en öðrum leikmönnum liðsins. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira
Ekkert mark var skorað í viðureign Barcelona og Manchester United í kvöld þó svo að heimamenn hafi verið mun meira með boltann og Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu. Þetta var fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en liðin mætast á Old Trafford á þriðjudaginn. Börsungar voru mun meira með boltann og stjórnuðu leiknum nánast frá upphafi til enda. Liðinu gekk þó illa að skapa sér almennileg færi enda varnarleikur United vel skipulagður. Það var helst í upphafi síðari hálfleiks að Samuel Eto'o komst næst því að skora fyrir Barcelona og skömmu síðar fékk Michael Carrick eitt besta færi United. Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki við sögu í leiknum þó svo að Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, hafi aðeins notað tvær skiptingar í leiknum. United fékk óskabyrjun í leiknum er vítaspyrna var dæmd á Gabriel Milito fyrir að verja boltann með höndunum, strax á annarri mínútu. Cristiano Ronaldo átti þá skalla að marki en dómari leiksins var ekki í nokkrum vafa og dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Ronaldo misnotaði hins vegar spyrnuna og skaut hægra megin fram hjá markinu. Börsungar stýrðu leiknum í fyrri hálfleik en þó fékk liðið lítið af góðum marktækifærum. United-menn vörðust stíft en voru þó hættulegir í skyndisóknum. Ronaldo fékk á 30. mínútu gott færi er hann komst inn í klaufalega sendingu Andrés Iniesta. Milito náði þó að hægja á honum á síðustu stundu en Ronaldo fannst að brotið hafi verið á honum. Hann fékk þó ekki vítaspyrnu öðru sinni í leiknum. Það var lítið um opin færi í fyrri hálfleik og greinilegt að liðin gerðu allt til að forðast að fá á sig mark. Börsungar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og fékk Samuel Eto'o tvö góð færi með skömmu millibili. Í bæði skiptin komst hann einn gegn Van der Sar en í fyrra skiptið reyndi hann að gefa á félaga og í seinna skiptið skaut hann í hliðarnetið. Michael Carrick fékk svo frábært færi á 54. mínútu er hann komst í gott skotfæri en hann skaut í hliðarnetið. Barcelona var áfram með undirtökin í leiknum en gekk afar illa að finna sér leið í gegnum þétta vörn United. Bæði lið gerðu tilkall til vítaspyrnu en helst var að Ronaldo hafði nokkuð til síns máls eftir að Yaya Toure virtist brjóta á honum um miðbik síðari hálfleiks.Thierry Henry kom inn á sem varamaður og fékk fimmtán mínútur til að setja mark sitt á leikinn. En þó svo að hann hafi átt nokkra góða spretti og verið frískur tókst honum ekki að skora, frekar en öðrum leikmönnum liðsins.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira