United hélt hreinu í Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2008 18:47 Cristiano Ronaldo var vitanlega svekktur með að misnota vítaspyrnuna í upphafi leiksins. Nordic Photos / AFP Ekkert mark var skorað í viðureign Barcelona og Manchester United í kvöld þó svo að heimamenn hafi verið mun meira með boltann og Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu. Þetta var fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en liðin mætast á Old Trafford á þriðjudaginn. Börsungar voru mun meira með boltann og stjórnuðu leiknum nánast frá upphafi til enda. Liðinu gekk þó illa að skapa sér almennileg færi enda varnarleikur United vel skipulagður. Það var helst í upphafi síðari hálfleiks að Samuel Eto'o komst næst því að skora fyrir Barcelona og skömmu síðar fékk Michael Carrick eitt besta færi United. Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki við sögu í leiknum þó svo að Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, hafi aðeins notað tvær skiptingar í leiknum. United fékk óskabyrjun í leiknum er vítaspyrna var dæmd á Gabriel Milito fyrir að verja boltann með höndunum, strax á annarri mínútu. Cristiano Ronaldo átti þá skalla að marki en dómari leiksins var ekki í nokkrum vafa og dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Ronaldo misnotaði hins vegar spyrnuna og skaut hægra megin fram hjá markinu. Börsungar stýrðu leiknum í fyrri hálfleik en þó fékk liðið lítið af góðum marktækifærum. United-menn vörðust stíft en voru þó hættulegir í skyndisóknum. Ronaldo fékk á 30. mínútu gott færi er hann komst inn í klaufalega sendingu Andrés Iniesta. Milito náði þó að hægja á honum á síðustu stundu en Ronaldo fannst að brotið hafi verið á honum. Hann fékk þó ekki vítaspyrnu öðru sinni í leiknum. Það var lítið um opin færi í fyrri hálfleik og greinilegt að liðin gerðu allt til að forðast að fá á sig mark. Börsungar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og fékk Samuel Eto'o tvö góð færi með skömmu millibili. Í bæði skiptin komst hann einn gegn Van der Sar en í fyrra skiptið reyndi hann að gefa á félaga og í seinna skiptið skaut hann í hliðarnetið. Michael Carrick fékk svo frábært færi á 54. mínútu er hann komst í gott skotfæri en hann skaut í hliðarnetið. Barcelona var áfram með undirtökin í leiknum en gekk afar illa að finna sér leið í gegnum þétta vörn United. Bæði lið gerðu tilkall til vítaspyrnu en helst var að Ronaldo hafði nokkuð til síns máls eftir að Yaya Toure virtist brjóta á honum um miðbik síðari hálfleiks.Thierry Henry kom inn á sem varamaður og fékk fimmtán mínútur til að setja mark sitt á leikinn. En þó svo að hann hafi átt nokkra góða spretti og verið frískur tókst honum ekki að skora, frekar en öðrum leikmönnum liðsins. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira
Ekkert mark var skorað í viðureign Barcelona og Manchester United í kvöld þó svo að heimamenn hafi verið mun meira með boltann og Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu. Þetta var fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en liðin mætast á Old Trafford á þriðjudaginn. Börsungar voru mun meira með boltann og stjórnuðu leiknum nánast frá upphafi til enda. Liðinu gekk þó illa að skapa sér almennileg færi enda varnarleikur United vel skipulagður. Það var helst í upphafi síðari hálfleiks að Samuel Eto'o komst næst því að skora fyrir Barcelona og skömmu síðar fékk Michael Carrick eitt besta færi United. Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki við sögu í leiknum þó svo að Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, hafi aðeins notað tvær skiptingar í leiknum. United fékk óskabyrjun í leiknum er vítaspyrna var dæmd á Gabriel Milito fyrir að verja boltann með höndunum, strax á annarri mínútu. Cristiano Ronaldo átti þá skalla að marki en dómari leiksins var ekki í nokkrum vafa og dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Ronaldo misnotaði hins vegar spyrnuna og skaut hægra megin fram hjá markinu. Börsungar stýrðu leiknum í fyrri hálfleik en þó fékk liðið lítið af góðum marktækifærum. United-menn vörðust stíft en voru þó hættulegir í skyndisóknum. Ronaldo fékk á 30. mínútu gott færi er hann komst inn í klaufalega sendingu Andrés Iniesta. Milito náði þó að hægja á honum á síðustu stundu en Ronaldo fannst að brotið hafi verið á honum. Hann fékk þó ekki vítaspyrnu öðru sinni í leiknum. Það var lítið um opin færi í fyrri hálfleik og greinilegt að liðin gerðu allt til að forðast að fá á sig mark. Börsungar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og fékk Samuel Eto'o tvö góð færi með skömmu millibili. Í bæði skiptin komst hann einn gegn Van der Sar en í fyrra skiptið reyndi hann að gefa á félaga og í seinna skiptið skaut hann í hliðarnetið. Michael Carrick fékk svo frábært færi á 54. mínútu er hann komst í gott skotfæri en hann skaut í hliðarnetið. Barcelona var áfram með undirtökin í leiknum en gekk afar illa að finna sér leið í gegnum þétta vörn United. Bæði lið gerðu tilkall til vítaspyrnu en helst var að Ronaldo hafði nokkuð til síns máls eftir að Yaya Toure virtist brjóta á honum um miðbik síðari hálfleiks.Thierry Henry kom inn á sem varamaður og fékk fimmtán mínútur til að setja mark sitt á leikinn. En þó svo að hann hafi átt nokkra góða spretti og verið frískur tókst honum ekki að skora, frekar en öðrum leikmönnum liðsins.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira