Mikil sveifla á Wall Street 10. október 2008 21:32 Vikan hefur aldrei verið verri á bandarískum hlutabréfamarkaði. Helstu hlutabréfavísitölur tóku mikla dýfu í byrjun dags en jöfnuðu sig þegar nær dró lokum viðskiptadagsins. Associated Press-fréttastofan eftir miðlara á gólfinu á Wall Street að fjárfestar láti stjórnast nokkuð af þeim óróleika og taugaveiklun sem einkennt hafi markaðina upp á síðkastið og ýmist haldið að sér höndum eða selt frá sér eignir. Litlu virðist hins vegar skipta að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, flutti ávarp í beinni útsendingu þar sem hann taldi kjark í fjárfesta og sagðist fullviss um að viðamiklar björgunaraðgerðir stjórnvalda nái að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,49 prósent í dag og hefur nú fallið um 18,2 prósent í vikunni. Fjárfestar hafa ekki átt eins slæma viku síðan í júlí árið 1933. Þá lækkaði vísitalan sex daga í röð. Á fjórða áratugnum lækkaði hún hins vegar einum degi skemur. Dow Jones-vísitalan hefur til dæmis ekki verið lægri í rúm fimm ár. Á sama tíma hækkaði Nasdaq-vísitalan um 0,27 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vikan hefur aldrei verið verri á bandarískum hlutabréfamarkaði. Helstu hlutabréfavísitölur tóku mikla dýfu í byrjun dags en jöfnuðu sig þegar nær dró lokum viðskiptadagsins. Associated Press-fréttastofan eftir miðlara á gólfinu á Wall Street að fjárfestar láti stjórnast nokkuð af þeim óróleika og taugaveiklun sem einkennt hafi markaðina upp á síðkastið og ýmist haldið að sér höndum eða selt frá sér eignir. Litlu virðist hins vegar skipta að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, flutti ávarp í beinni útsendingu þar sem hann taldi kjark í fjárfesta og sagðist fullviss um að viðamiklar björgunaraðgerðir stjórnvalda nái að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,49 prósent í dag og hefur nú fallið um 18,2 prósent í vikunni. Fjárfestar hafa ekki átt eins slæma viku síðan í júlí árið 1933. Þá lækkaði vísitalan sex daga í röð. Á fjórða áratugnum lækkaði hún hins vegar einum degi skemur. Dow Jones-vísitalan hefur til dæmis ekki verið lægri í rúm fimm ár. Á sama tíma hækkaði Nasdaq-vísitalan um 0,27 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira