Rauður dagur í Bandaríkjunum 19. ágúst 2008 14:28 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Bankinn hefur lækkað stýrivexti hratt síðasta árið til að blása lífi í einkaneyslu. Líklegt þykir að bankinn verði að hækka þá á ný til að draga úr verðbólgu. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hefur almennt lækkað í dag eftir birtingu talna sem sýndi að framleiðsluverð rauk upp um 1,2 prósent á milli mánaða í júlí. Það hefur ekki verið hærra í 27 ár. Þetta er sömuleiðis rúmlega tvöfalt meira en fjármálasérfræðingar höfðu spáð. Þeir höfðu reiknað með allt að 0,5 prósenta aukningu á milli mánaða. Kjarnahækkun nemur 0,7 prósentum og hefur ekki vaxið jafn mikið síðan í nóvember fyrir tæpum tveimur árum. Spáð hafði verið 0,2 prósenta hækkun. Á sama tíma drógust nýframkvæmdir á fasteignamarkaði saman á milli mánaða í síðasta mánuði og hafa ekki heyrst færri hamarshögg í sautján ár vestanhafs. Associated Press-fréttastofan segir vísbendingar um hækkun framleiðslukostnaðar, sem skýrist af hækkun raforkuverðs, binda hendur bandaríska seðlabankans. Bankinn hafi stefnt að því að halda stýrivöxtum lágum til að blása lífi í dræma einkaneyslu. Láti verðbólgudraugurinn hins vegar á sér kræla vegna hækkandi verðlags sé hætt við að bankinn verði nauðugur einn kosturinn að fara gegn vilja sínum og hækka stýrivextina. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 1,03 prósent það sem af er dags og Nasdaq-vísitalan um 0,95 prósent. Vísitölurnar lækkuðu talsvert í gær vegna slæmra frétta um hugsanlega slæma stöðu bandarískra fjármálafyrirtækja. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hefur almennt lækkað í dag eftir birtingu talna sem sýndi að framleiðsluverð rauk upp um 1,2 prósent á milli mánaða í júlí. Það hefur ekki verið hærra í 27 ár. Þetta er sömuleiðis rúmlega tvöfalt meira en fjármálasérfræðingar höfðu spáð. Þeir höfðu reiknað með allt að 0,5 prósenta aukningu á milli mánaða. Kjarnahækkun nemur 0,7 prósentum og hefur ekki vaxið jafn mikið síðan í nóvember fyrir tæpum tveimur árum. Spáð hafði verið 0,2 prósenta hækkun. Á sama tíma drógust nýframkvæmdir á fasteignamarkaði saman á milli mánaða í síðasta mánuði og hafa ekki heyrst færri hamarshögg í sautján ár vestanhafs. Associated Press-fréttastofan segir vísbendingar um hækkun framleiðslukostnaðar, sem skýrist af hækkun raforkuverðs, binda hendur bandaríska seðlabankans. Bankinn hafi stefnt að því að halda stýrivöxtum lágum til að blása lífi í dræma einkaneyslu. Láti verðbólgudraugurinn hins vegar á sér kræla vegna hækkandi verðlags sé hætt við að bankinn verði nauðugur einn kosturinn að fara gegn vilja sínum og hækka stýrivextina. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 1,03 prósent það sem af er dags og Nasdaq-vísitalan um 0,95 prósent. Vísitölurnar lækkuðu talsvert í gær vegna slæmra frétta um hugsanlega slæma stöðu bandarískra fjármálafyrirtækja.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira