Viðskipti innlent

Glitnir kærir til FME

Höfuðstöðvar Glitnis í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Glitnis í Reykjavík.

„Nýi Glitnir hefur tilkynnt Fjármálaeftirlitinu um meint brot á þagnarskylduákvæðum laga um fjármálafyritæki,“ segir Tómas Sigurðsson, yfirlögfræðingur bankans.

Tómas vísar til þess að almenningur fékk aðgang að gögnum úr lánabók gamla Glitnis, þegar Morgunblaðið birti hluta þeirra á sunnudag. Þar kom meðal annars fram að helstu stjórnendur Glitnis hefðu, ásamt FL Group, sem var stærsti hluthafinn, brotið verklagsreglur við lánveitingar. Tugmilljarðalán hefðu verið ákveðnar af fáum, án þess að lánveitinganefnd fjallaði um, eða áhætta væri metin.

Tómas segir meint brot tvíþætt). „Í fyrsta lagi er tilkynnt um þá háttsemi að trúnaðarupplýsingar um viðskiptamenn bankans hafi verið afhentar blaðamanni og í öðru lagi þá háttsemi Morgunblaðsins að birta upplýsingarnar. Lög um fjármálafyrirtæki kveða skýrt á um það að sá sem veitir trúnaðarupplýsingum viðtöku sé bundin þagnarskyldu á sama hátt og starfsmenn bankans. Bankinn stendur vörð um þær upplýsingar sem honum er trúað fyrir af viðskiptamönnum sínum og getur ekki látið það átölulaust að skýlaus ákvæði um þagnarskyldu séu brotin.“

Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, bendir á að dómar hafi fallið þar sem almannahagsmunir væru metnir ríkari en þagnarskyldan. „Við mátum það svo í þessu tilviki.“ - ikh, bih






Fleiri fréttir

Sjá meira


×