Íslenskur níðingur dæmdur í Noregi 23. nóvember 2008 07:45 Lögreglan í Stavangri íslenskur maður sat grímuklæddur fyrir tíu ára gamalli stúlku í skógi nálægt Stavangri í Noregi. Hann var á dögunum dæmdur fyrir tilraun til nauðgunar. Håkon Vold Íslenskur fjölskyldufaðir á sextugsaldri var á dögunum dæmdur fyrir tilraun til að nauðga tíu ára gamalli stúlku í nálægð við Stavangur í Noregi. Þá var honum gert að greiða stúlkunni hundrað þúsund norskar krónur. Maðurinn sat grímuklæddur fyrir stúlkunni snemma morguns í skógi á milli tveggja þorpa nærri Stavangri í Noregi. Stúlkan hjólar þá leið daglega á leið til skóla. Maðurinn hafði um nokkurra daga skeið fylgst með börnum á leið til skóla og komist að raun um að stúlkan var yfirleitt sein á ferð. Fyrir dómi lýsti maðurinn því þegar hann stoppaði stúlkuna og sagði: „Sæl vina mín, hvað heitir þú?" Þá hafi hann beðið hana að koma með sér inn í skóginn. Þegar hún neitaði því dró hann upp hníf, greip fyrir vit stúlkunnar og bar hana inn í skóginn. Þar afklæddi hann stúlkuna. Þegar hann var að klæða sjálfan sig úr buxunum tókst henni að flýja. Stúlkan hljóp fyrst heim til nágranna sinna sem reyndust ekki heima. Þá hljóp hún alla leið heim til sín, um tíu mínútna leið. Fyrir réttinum sagði móðir stúlkunnar hana eiga afar erfitt eftir þessa reynslu. Hún velti því meðal annars stöðugt fyrir sér hvort maðurinn hafi ætlað sér að myrða hana. Það tók lögregluna tvær vikur að finna manninn. Hann var fyrst yfirheyrður sem vitni í málinu. Þá sagðist hann ekkert hafa séð óvenjulegt. Lögreglan bar svo kennsl á hann með DNA-sýni á hnífnum sem hann hafði notað, en honum hafði hann týnt í skóginum. Þegar maðurinn var handtekinn fannst barnaklám á heimili hans. Odd Kristian Stokke, blaðamaður hjá Stavanger Aftenposten, fylgdist með réttarhöldunum. Hann segir manninn hafa horft niður mestallan tímann. Auðsýnilegt hafi verið að hann skammaðist sín. Komið hafi þar fram að réttargeðlæknir segði hann ekki veikan á geði. Hann væri hins vegar með óvenjulega lága greindarvísitölu. Þá kom fram að hann hefði sjálfur lent í kynferðislegri misnotkun sem barn. Árið 1978 var maðurinn dæmdur fyrir nauðgun hér á landi. Hann hefur verið búsettur í Noregi í mörg ár og hefur ekki áður verið dæmdur fyrir sambærileg brot þar. Hann er giftur íslenskri konu og þau eiga tvö börn. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Íslenskur fjölskyldufaðir á sextugsaldri var á dögunum dæmdur fyrir tilraun til að nauðga tíu ára gamalli stúlku í nálægð við Stavangur í Noregi. Þá var honum gert að greiða stúlkunni hundrað þúsund norskar krónur. Maðurinn sat grímuklæddur fyrir stúlkunni snemma morguns í skógi á milli tveggja þorpa nærri Stavangri í Noregi. Stúlkan hjólar þá leið daglega á leið til skóla. Maðurinn hafði um nokkurra daga skeið fylgst með börnum á leið til skóla og komist að raun um að stúlkan var yfirleitt sein á ferð. Fyrir dómi lýsti maðurinn því þegar hann stoppaði stúlkuna og sagði: „Sæl vina mín, hvað heitir þú?" Þá hafi hann beðið hana að koma með sér inn í skóginn. Þegar hún neitaði því dró hann upp hníf, greip fyrir vit stúlkunnar og bar hana inn í skóginn. Þar afklæddi hann stúlkuna. Þegar hann var að klæða sjálfan sig úr buxunum tókst henni að flýja. Stúlkan hljóp fyrst heim til nágranna sinna sem reyndust ekki heima. Þá hljóp hún alla leið heim til sín, um tíu mínútna leið. Fyrir réttinum sagði móðir stúlkunnar hana eiga afar erfitt eftir þessa reynslu. Hún velti því meðal annars stöðugt fyrir sér hvort maðurinn hafi ætlað sér að myrða hana. Það tók lögregluna tvær vikur að finna manninn. Hann var fyrst yfirheyrður sem vitni í málinu. Þá sagðist hann ekkert hafa séð óvenjulegt. Lögreglan bar svo kennsl á hann með DNA-sýni á hnífnum sem hann hafði notað, en honum hafði hann týnt í skóginum. Þegar maðurinn var handtekinn fannst barnaklám á heimili hans. Odd Kristian Stokke, blaðamaður hjá Stavanger Aftenposten, fylgdist með réttarhöldunum. Hann segir manninn hafa horft niður mestallan tímann. Auðsýnilegt hafi verið að hann skammaðist sín. Komið hafi þar fram að réttargeðlæknir segði hann ekki veikan á geði. Hann væri hins vegar með óvenjulega lága greindarvísitölu. Þá kom fram að hann hefði sjálfur lent í kynferðislegri misnotkun sem barn. Árið 1978 var maðurinn dæmdur fyrir nauðgun hér á landi. Hann hefur verið búsettur í Noregi í mörg ár og hefur ekki áður verið dæmdur fyrir sambærileg brot þar. Hann er giftur íslenskri konu og þau eiga tvö börn.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira