Fótbolti

Rosenborg og Brann skildu jöfn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Einarsson, leikmaður Brann.
Gylfi Einarsson, leikmaður Brann.
Rosenborg og Noregsmeistarar Brann gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Kristján Örn Sigurðsson og Gylfi Einarsson léku allan leikinn fyrir Brann og Ólafur Örn Bjarnason kom inn á sem varamaður í hálfleik. Ármann Smári Björnsson sat allan tímann á varamannabekk liðsins.

Steffen Iversen kom Rosenborg yfir með marki úr vítaspyrnu á tíundu mínútu en Thorstein Helstad jafnaði metin tíu mínútum fyrir leikslok.

Þetta var fyrsti leikurinn í tíundu umferð en Brann er í fjórða sæti deildarinnar með fimmtán stig og Rosenborg í því fimmta með fjórtán.

Stabæk er á toppi deildarinnar með sex stiga forskot á Bodö/Glimt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×