Merkileg bók um listamann 28. nóvember 2008 03:00 Ari Trausti Guðmundsson skrifar um Elías B. Halldórsson Myndlist í samfélagi eins og því íslenska hefur löngum verið snortin af óskrifuðum boðum og bönnum, jafnvel tískusveiflum, þó svo hugtakið tíska nái ekki vel til þess ástands sem hampar einni eða fleiri listastefnum en sneiðir hjá eða hafnar öðrum. Þannig hafa gengið yfir tímabil þar sem margir agnúuðust út í afstrakt sem „óæðri list“ meðan aðrir litu á hlutbundna myndlist sem „gamaldags drasl“ og konseptlist var „inni“ en máverk „úti“. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Mörg undanfarin ár hafa æ fleiri hafnað slíkum dilkadrætti og horft til fjölbreytni í myndlist og gæða (á margvíslegan mælikvarða) fremur en tilteknar skólastefnur eða hópmyndanir. Sumir vilja kenna þetta (eða þakka) svoköllum póstmódernisma. Mér er nær að halda að töluverðu almennu frjálslyndi, aukinni víðsýni vegna meiri ferðalaga en áður og höfnun kennisetninga í listum sé um að kenna (eða þakka). Engu að síður eimir enn eftir af stimplunum sem úthlutað var í gömlu umræðunni. Eitt einkenna hennar var að þar komu örfáir sérfræðingar við sögu ásamt mun fleiri listamönnum sem deildu allt of hart. Smám saman varð til mynstur sem erfitt er að horfa fram hjá, hvað þá brjóta upp. Einhverjir urðu „gömlu meistararnir“, aðrir „brautryðjendur afstraktsins“, „alþýðulistamenn“ eða „upphafsmenn konseptsins“. Í sjálfu sér er ekki rangt að setja merkimiða á listamenn. Það er háttur umræðu um stjórnmál, heimspeki eða listir. En það er ófrjótt og getur verið afar hemjandi. Og meira til: Mikil hætta er á að til dæmist aldnir meistarar málverksins komist ekki í lokaða „gamalmeistaraflokkinn“ eða menn sem ekki fylgja meginstraumnum verði leiddir fram hjá garði, eins þótt þeir gefi einum eða öðrum í einhverjum flokknum alls ekki eftir. Sýning á verkum margra útilegumanna (frá því fyrir 1950) í Listasafni Íslands fyrir fáeinum árum, ýtti við stirðnaða mynstrinu. Með þessum inngangi er ég til dæmis að ýja að með nokkrum rétti að margar mynda Kristins Péturssonar gefi myndum listamanna á borð við Snorra Arinbjarnar ekki eftir eða að bestu verk Brynjólfs Þórðarsonar, þrátt fyrir fremur skamma ævi, ættu að geta fleytt honum í hóp „gamalla meistara“. Þarna held ég mig við 20. öldina fram að upphafsárum SÚM og fleiri stefnuhópa sem komu fram á síðustu áratugum aldarinnar. Elías B. Halldórsson myndlistarmaður hefði orðið 78 ára nú í desember en hann lést í maí í fyrra. Hann hóf myndlistarnám fremur seint á ævinni. Eftir námið hér heima, í Danmörku og Þýskalandi, og krefjandi íslenskt launamannslíf, gat hann helgað sig myndlist en í helst til of stuttan tíma. Afkastamikill var hann en seinkoman í listalífið og tryggð hans við grafík, kröftugt afstrakt og sérstæðar þorpsmyndir gerði honum erfitt fyrir þegar listheimurinn varð mjög upptekinn af næstu nýjungum. Þá var víðsýnin ekki orðin almenn. Hann var ekki aðeins vandaður listamaður sem eyddi tíma sínum helst til vinnu heldur einnig lítið fyrir að trana sér fram eða taka þátt í takmörkuðum og oft einstefndum umræðum um myndlist. Ég tel að Elías eigi að tilheyra hópi helstu listamanna okkar af kynslóð Hrings, Braga og fleiri og þá á árabilinu u.þ.b. 1970 til 2007. Til þess að skjóta stoðum undir þá fullyrðingu bendi ég á nýútkomna og afar fallega bók um Elías með mörgum ljósmyndum af verkum hans og texta Aðalsteins Ingólfssonar (Elías B. Halldórsson, Uppheimar 2008). Afstraktmyndir Elíasar bera mjög greinileg sérkenni málarans og þær eru ýmsar hverjar sérstök og höfug litaupplifun. Þorpsmyndirnar hafa á sér sterkan íslenskan blæ en eru um leið margar á mörkum þess hlutbundna. Grafík Elíasar, það vanmetna myndlistarform á Íslandi, er nokkuð einstæð á tímum þegar fáir íslenskir listamenn fengust við slíkt, jafnvel ágeng eða erótísk. Útgáfa listaverkabóka hefur heldur vænkast og er það vel. Bækur með verkum fleiri listamanna sem kynna þarf miklu betur og meta að verðleikum eru eflaust á meðal hinna óútkomnu. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson skrifar um Elías B. Halldórsson Myndlist í samfélagi eins og því íslenska hefur löngum verið snortin af óskrifuðum boðum og bönnum, jafnvel tískusveiflum, þó svo hugtakið tíska nái ekki vel til þess ástands sem hampar einni eða fleiri listastefnum en sneiðir hjá eða hafnar öðrum. Þannig hafa gengið yfir tímabil þar sem margir agnúuðust út í afstrakt sem „óæðri list“ meðan aðrir litu á hlutbundna myndlist sem „gamaldags drasl“ og konseptlist var „inni“ en máverk „úti“. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Mörg undanfarin ár hafa æ fleiri hafnað slíkum dilkadrætti og horft til fjölbreytni í myndlist og gæða (á margvíslegan mælikvarða) fremur en tilteknar skólastefnur eða hópmyndanir. Sumir vilja kenna þetta (eða þakka) svoköllum póstmódernisma. Mér er nær að halda að töluverðu almennu frjálslyndi, aukinni víðsýni vegna meiri ferðalaga en áður og höfnun kennisetninga í listum sé um að kenna (eða þakka). Engu að síður eimir enn eftir af stimplunum sem úthlutað var í gömlu umræðunni. Eitt einkenna hennar var að þar komu örfáir sérfræðingar við sögu ásamt mun fleiri listamönnum sem deildu allt of hart. Smám saman varð til mynstur sem erfitt er að horfa fram hjá, hvað þá brjóta upp. Einhverjir urðu „gömlu meistararnir“, aðrir „brautryðjendur afstraktsins“, „alþýðulistamenn“ eða „upphafsmenn konseptsins“. Í sjálfu sér er ekki rangt að setja merkimiða á listamenn. Það er háttur umræðu um stjórnmál, heimspeki eða listir. En það er ófrjótt og getur verið afar hemjandi. Og meira til: Mikil hætta er á að til dæmist aldnir meistarar málverksins komist ekki í lokaða „gamalmeistaraflokkinn“ eða menn sem ekki fylgja meginstraumnum verði leiddir fram hjá garði, eins þótt þeir gefi einum eða öðrum í einhverjum flokknum alls ekki eftir. Sýning á verkum margra útilegumanna (frá því fyrir 1950) í Listasafni Íslands fyrir fáeinum árum, ýtti við stirðnaða mynstrinu. Með þessum inngangi er ég til dæmis að ýja að með nokkrum rétti að margar mynda Kristins Péturssonar gefi myndum listamanna á borð við Snorra Arinbjarnar ekki eftir eða að bestu verk Brynjólfs Þórðarsonar, þrátt fyrir fremur skamma ævi, ættu að geta fleytt honum í hóp „gamalla meistara“. Þarna held ég mig við 20. öldina fram að upphafsárum SÚM og fleiri stefnuhópa sem komu fram á síðustu áratugum aldarinnar. Elías B. Halldórsson myndlistarmaður hefði orðið 78 ára nú í desember en hann lést í maí í fyrra. Hann hóf myndlistarnám fremur seint á ævinni. Eftir námið hér heima, í Danmörku og Þýskalandi, og krefjandi íslenskt launamannslíf, gat hann helgað sig myndlist en í helst til of stuttan tíma. Afkastamikill var hann en seinkoman í listalífið og tryggð hans við grafík, kröftugt afstrakt og sérstæðar þorpsmyndir gerði honum erfitt fyrir þegar listheimurinn varð mjög upptekinn af næstu nýjungum. Þá var víðsýnin ekki orðin almenn. Hann var ekki aðeins vandaður listamaður sem eyddi tíma sínum helst til vinnu heldur einnig lítið fyrir að trana sér fram eða taka þátt í takmörkuðum og oft einstefndum umræðum um myndlist. Ég tel að Elías eigi að tilheyra hópi helstu listamanna okkar af kynslóð Hrings, Braga og fleiri og þá á árabilinu u.þ.b. 1970 til 2007. Til þess að skjóta stoðum undir þá fullyrðingu bendi ég á nýútkomna og afar fallega bók um Elías með mörgum ljósmyndum af verkum hans og texta Aðalsteins Ingólfssonar (Elías B. Halldórsson, Uppheimar 2008). Afstraktmyndir Elíasar bera mjög greinileg sérkenni málarans og þær eru ýmsar hverjar sérstök og höfug litaupplifun. Þorpsmyndirnar hafa á sér sterkan íslenskan blæ en eru um leið margar á mörkum þess hlutbundna. Grafík Elíasar, það vanmetna myndlistarform á Íslandi, er nokkuð einstæð á tímum þegar fáir íslenskir listamenn fengust við slíkt, jafnvel ágeng eða erótísk. Útgáfa listaverkabóka hefur heldur vænkast og er það vel. Bækur með verkum fleiri listamanna sem kynna þarf miklu betur og meta að verðleikum eru eflaust á meðal hinna óútkomnu. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun