Viðskipti erlent

Seðlabanki Sviss lækkar stýrivexti

Svissneski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig í dag og fara vextir við það í tvö prósent. Vaxtaákvörðunin er í beinu framhaldi af vaxtalækkun evrópska seðlabankans, að sögn Associated Press-fréttastofunnar. Í rökstuðningi bankastjórnarinnar segir að stýrivaxtalækkunin sé til þess fallin að blása lífi í efnahagslífið og slá á afleiðingar alþjóðlegu fjármálakreppunnar auk þess sem óþarft sé talið að halda stýrivöxtum hærri þar sem útlit sé fyrir að draga sé úr verðbólgu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×