Keflavík komið í 1-0 gegn Snæfelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2008 16:18 Justin Shouse skoraði átján stig fyrir Snæfell, þar af tíu í fyrsta leikhluta. Víkurfréttir/Jón Björn Keflavík vann sigur á Snæfelli, 81-79, í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Spennan var mikil í lok leiksins en Justin Shouse náði að minnka muninn í eitt stig, 80-79, með tveimur vítaköstum þegar 36 sekúndur voru til leiksloka. Magnús Gunnarsson reyndi þriggja stiga skot fyrir Keflavík þegar fimmtán sekúndur voru eftir en klikkaði. Það gerði Jón Ólafur Jónsson líka þegar lítið var eftir en hitti ekki. Tommy Johnson hirti frákastið og brutu Snæfellingar strax á honum. Setti hann fyrra vítið niður en það síðara geigaði. Leiktíminn var úti áður en Snæfellingar náðu frákastinu. Snæfellingar byrjuðu betur en Keflvíkingar voru aldrei langt undan og náðu frumkvæðinu um miðjan fyrsta leikhlutann. Keflavík hafði þriggja stiga forystu þegar annar leikhluti hófst, 25-22, en Snæfellingar náðu að jafna metin í stöðunni 37-37. Þá komu sex stig í röð frá Keflavík en Snæfellingar náðu að svara með fjórum stigum á móti. Staðan í hálfleik var 44-41, Keflavík í vil, og voru heimamenn áfram með frumkvæðið í þriðja leikhluta. Snæfellingar voru þó aldrei langt undan og náðu að komast yfir í blálokin. Justin Shose setti niður tvö vítaköst þegar fimm sekúndur voru eftir af þriðja leikhlutanum og kom Snæfelli yfir, 65-64. Keflvíkingar byrjuðu fjórða leikhlutann af miklum krafti og skoruðu átta stig í röð og breyttu þar með stöðunni í 72-65. Eftir það skiptust liðin að setja niður þrista og var mikil spenna á lokamínútunum sem fyrr segir. Stigahæstur hjá Keflavík var BA Walker með 22 stig og hann var einnig með sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Tommy Johnson kom næstur með átján stig og sex fráköst. Hjá Snæfelli skoruðu þeir Justin Shouse og Sigurður Þorvaldsson átján hver en Shouse var með sjö stoðsendingar. Hlynur Bæringsson var með þrettán stig og fjórtán stoðsendingar. Annar leikur liðanna í úrslitarimmunni verður á mánudagskvöldið. Dominos-deild karla Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Keflavík vann sigur á Snæfelli, 81-79, í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Spennan var mikil í lok leiksins en Justin Shouse náði að minnka muninn í eitt stig, 80-79, með tveimur vítaköstum þegar 36 sekúndur voru til leiksloka. Magnús Gunnarsson reyndi þriggja stiga skot fyrir Keflavík þegar fimmtán sekúndur voru eftir en klikkaði. Það gerði Jón Ólafur Jónsson líka þegar lítið var eftir en hitti ekki. Tommy Johnson hirti frákastið og brutu Snæfellingar strax á honum. Setti hann fyrra vítið niður en það síðara geigaði. Leiktíminn var úti áður en Snæfellingar náðu frákastinu. Snæfellingar byrjuðu betur en Keflvíkingar voru aldrei langt undan og náðu frumkvæðinu um miðjan fyrsta leikhlutann. Keflavík hafði þriggja stiga forystu þegar annar leikhluti hófst, 25-22, en Snæfellingar náðu að jafna metin í stöðunni 37-37. Þá komu sex stig í röð frá Keflavík en Snæfellingar náðu að svara með fjórum stigum á móti. Staðan í hálfleik var 44-41, Keflavík í vil, og voru heimamenn áfram með frumkvæðið í þriðja leikhluta. Snæfellingar voru þó aldrei langt undan og náðu að komast yfir í blálokin. Justin Shose setti niður tvö vítaköst þegar fimm sekúndur voru eftir af þriðja leikhlutanum og kom Snæfelli yfir, 65-64. Keflvíkingar byrjuðu fjórða leikhlutann af miklum krafti og skoruðu átta stig í röð og breyttu þar með stöðunni í 72-65. Eftir það skiptust liðin að setja niður þrista og var mikil spenna á lokamínútunum sem fyrr segir. Stigahæstur hjá Keflavík var BA Walker með 22 stig og hann var einnig með sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Tommy Johnson kom næstur með átján stig og sex fráköst. Hjá Snæfelli skoruðu þeir Justin Shouse og Sigurður Þorvaldsson átján hver en Shouse var með sjö stoðsendingar. Hlynur Bæringsson var með þrettán stig og fjórtán stoðsendingar. Annar leikur liðanna í úrslitarimmunni verður á mánudagskvöldið.
Dominos-deild karla Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira