Tilboð í Alitalia hangir á bláþræði 18. september 2008 09:05 Mynd/AFP Hópur ítalskra fjárfesta, sem í síðustu viku lagði fram tilboði í ítalska flugfélagið Alitalia, hefur þrýst verulega á forsvarsmenn ítalskra verkalýðsfélaga og hefur hann gefið þeim frest til klukkan tvö í síðasta lagi að taka tilboðinu, sem hljóðar upp á einn milljarð evra, rúma 133 milljarða íslenskra króna. Dragist á langinn að taka ákvörðun í málinu ætla fjárfestarnir að draga tilboðinu til baka. Fimm verkalýðsfélög hafa gengist að tilboðinu en nokkur hafa lýst því yfir að tilboð fjárfestanna sé út í hött, að því er breska ríkisútvarpið hermir.. Alitalia hefur um árabil barist í bökkum og tapar nú orðið 2,1 milljón evra, jafnvirði 200 milljóna íslenskra króna, hvern einasta dag. Ítalska ríkið á 49 prósenta hlut í því og hefur Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, lofað að hann muni gera allt sem í valdi hann stendur til að koma félaginu til hjálpar. Til stóð að evrópski flugrisinn KLM-Air France keypti flugfélagið fyrr á árinu. Viðræður runnu hins vegar út í sandinn vegna andstöðu verkalýðsfélaga við nauðsynlegar breytingar. Peningar flugfélagsins eru nú uppurnir og hafa stjórnendur farið fram á greiðslustöðvun þar sem fyrirtækið á ekki lengur til fyrir eldsneyti á vélarnar. Gangi tilboð fjárfestanna í geng mun Alitalia renna saman við Air One, næststærsta flugfélag Ítalíu. Reiknað er með því að eftir endurskipulagningu muni 12.500 manns vinna hjá sameinuðu flugfélagi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hópur ítalskra fjárfesta, sem í síðustu viku lagði fram tilboði í ítalska flugfélagið Alitalia, hefur þrýst verulega á forsvarsmenn ítalskra verkalýðsfélaga og hefur hann gefið þeim frest til klukkan tvö í síðasta lagi að taka tilboðinu, sem hljóðar upp á einn milljarð evra, rúma 133 milljarða íslenskra króna. Dragist á langinn að taka ákvörðun í málinu ætla fjárfestarnir að draga tilboðinu til baka. Fimm verkalýðsfélög hafa gengist að tilboðinu en nokkur hafa lýst því yfir að tilboð fjárfestanna sé út í hött, að því er breska ríkisútvarpið hermir.. Alitalia hefur um árabil barist í bökkum og tapar nú orðið 2,1 milljón evra, jafnvirði 200 milljóna íslenskra króna, hvern einasta dag. Ítalska ríkið á 49 prósenta hlut í því og hefur Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, lofað að hann muni gera allt sem í valdi hann stendur til að koma félaginu til hjálpar. Til stóð að evrópski flugrisinn KLM-Air France keypti flugfélagið fyrr á árinu. Viðræður runnu hins vegar út í sandinn vegna andstöðu verkalýðsfélaga við nauðsynlegar breytingar. Peningar flugfélagsins eru nú uppurnir og hafa stjórnendur farið fram á greiðslustöðvun þar sem fyrirtækið á ekki lengur til fyrir eldsneyti á vélarnar. Gangi tilboð fjárfestanna í geng mun Alitalia renna saman við Air One, næststærsta flugfélag Ítalíu. Reiknað er með því að eftir endurskipulagningu muni 12.500 manns vinna hjá sameinuðu flugfélagi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira