Viðskipti erlent

Bílaframleiðendur vongóðir um fjárstuðning

Rick Wagoner, forstjóri General Motors. Hann er vongóður um að bandarískir þingmenn samþykkti neyðarlán til að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti.
Rick Wagoner, forstjóri General Motors. Hann er vongóður um að bandarískir þingmenn samþykkti neyðarlán til að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti. Mynd/AFP

Bandarískir þingmenn ákveða í dag hvort hið opinbera veiti bandarísku bílarisunum General Motors og Chrysler fimmtán milljarða dala til að komast yfir erfiðasta hjallann og forða þeim frá gjaldþroti.

Fari bílarisarnir í þrot er hætt við að fall þeirra hafi mikil áhrif á bandarískt efnahagslíf.

Þingheimur vestanhafs hefur sett fram þá kröfu að verði fyrirtækjunum bjargað séu þau skikkuð til að leggja fram nýja rekstraráætlun í síðasta lagi í enda mars á næsta ári.

Fjárfestar eru nokkuð bjartsýnir á að fyrirtækið verði sér úti um aukafjárveitinguna. Það lýsti sér í nokkurri hækkun á gengi fyrirtækjanna á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag.

Gengi bréfa í General Motors hefur nú hækkað um tæp þrjú prósent. Aðrir bílaframleiðendur hafa séð svipaða hækkkun á markaðsvirði félaganna í dag.

Þá hefur Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkað um 0,81 prósent og S&P 500-vísitalan hækkað um 0,76 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×