Viðskipti erlent

Evrópskir seðlabankar dæla fé inn á markaði

Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/AFP
Seðlabankar á meginlandi Evrópu ákváðu í dag að veita rúmum 60 milljörðum evra, jafnvirði um 8.400 milljarða íslenskra króna, inn í fjármálakerfið til að hífa upp væntingar, blása lífi í millibankalánamarkaðinn og koma í veg fyrir frekari hremmingar á mörkuðum. Evrópski seðlabankinn og Englandsbanki tilkynntu báðir að þeir ætli að opna glugga fyrir lánveitingar upp að 28 milljörðum evra hvor inn í fjármálakerfið til að hleypa lífi í markaðinn og koma í veg fyrir alvarlega lausafjárþurrð. Þá ætlar seðlabanki Sviss að gera bönkum og fjármálafyritækjum kleift að sækja sér allt að sjö milljarða evra til að skrúfa fyrir lánveitingar á millibankamarkaði. Þetta er fjórða innspýting seðlabankanna í vikunni auk þess sem seðlabanki Bandaríkjanna gerði gjaldeyrisskiptasamninga við seðlabanka víða um heim í gær, svo sem við seðlabanka Japans, Bretlands og Kanada, sem gerir þeim kleift að sækja sér bandaríkjadali til að slá á lausafjárþurrð með erlendan gjaldeyri, samkvæmt upplýsingum Associated Press-fréttastofunnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×