Dollar sjaldan sterkari 4. september 2008 00:01 Gengi Bandaríkjadals gagnvart krónu hefur ekki verið hærra í tæp sex ár. „Efnahagslífið í Bandaríkjunum gaf fyrr eftir en á evrusvæðinu. Það skýrir að hluta styrkingu Bandaríkjadals nú,“ segir Tómas Brynjólfsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. Gengi Bandaríkjadals fór yfir 85 íslenskar krónur í gær. Gengi sem þetta hefur ekki sést síðan seint í desember 2002 þegar dalurinn var að koma niður úr methæðum. Hæst fór gengið í 110,39 krónum í nóvember árið 2001. Tómas bendir á að Bandaríkjadalur hafi verið að sækja í sig veðrið gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum síðustu daga eftir veikingu frá fyrrahausti. Á móti hafi evran staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið og því hafi mátt búast við að eðlilegt væri að hún gæfi eitthvað eftir. Nýlegar tölur sem sýna hraða veikingu hagkerfis evrusvæðisins hafa aukið þrýstinginn. Krónan hefur á móti veikst um rúm 25 prósent frá áramótum. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að hún muni haldast veik áfram, við 155 stigin, fram á næsta vor. Hún stóð í rúmum 160 stigum í gær. Þróunin hefur haft sitt að segja um verð á innfluttum vörum frá Bandaríkjunum. Átta gígabita iPod-tónlistarspilari sem kostaði 25 þúsund krónur í nóvember í fyrra í Apple-versluninni kostar nú tæpar 33 þúsund krónur. Munurinn nemur 32 prósentum. - jab Markaðir Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
„Efnahagslífið í Bandaríkjunum gaf fyrr eftir en á evrusvæðinu. Það skýrir að hluta styrkingu Bandaríkjadals nú,“ segir Tómas Brynjólfsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. Gengi Bandaríkjadals fór yfir 85 íslenskar krónur í gær. Gengi sem þetta hefur ekki sést síðan seint í desember 2002 þegar dalurinn var að koma niður úr methæðum. Hæst fór gengið í 110,39 krónum í nóvember árið 2001. Tómas bendir á að Bandaríkjadalur hafi verið að sækja í sig veðrið gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum síðustu daga eftir veikingu frá fyrrahausti. Á móti hafi evran staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið og því hafi mátt búast við að eðlilegt væri að hún gæfi eitthvað eftir. Nýlegar tölur sem sýna hraða veikingu hagkerfis evrusvæðisins hafa aukið þrýstinginn. Krónan hefur á móti veikst um rúm 25 prósent frá áramótum. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að hún muni haldast veik áfram, við 155 stigin, fram á næsta vor. Hún stóð í rúmum 160 stigum í gær. Þróunin hefur haft sitt að segja um verð á innfluttum vörum frá Bandaríkjunum. Átta gígabita iPod-tónlistarspilari sem kostaði 25 þúsund krónur í nóvember í fyrra í Apple-versluninni kostar nú tæpar 33 þúsund krónur. Munurinn nemur 32 prósentum. - jab
Markaðir Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira