Viðskipti erlent

Lehman Brothers tapaði 3,9 milljörðum dala

Höfuðstöðvar Lehman Brothers í New York-borg í Bandaríkjunum.
Höfuðstöðvar Lehman Brothers í New York-borg í Bandaríkjunum. Mynd/AP
Bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Brothers tapaði 3,9 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 358 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Bankinn flýtti birtingu uppgjörs vegna fregna um slæma lausafjárstöðu bankans og að hann rambi á barmi gjaldþrots. Tapið er að mestu komið vegna kaupa á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum fasteignalánum. Þau hafa fallið mikið í verði. Gengi hlutabréfa í bankanum féll um 45 prósent í gær þegar upp úr slitnaði um sölu á fjórðungshlut í bankanum til kóreska þróunarbankans í vikunni. Gengi hlutabréfa hans hefur fallið um áttatíu prósent frá áramótum. Í tilkynningu frá bankanum í dag kemur fram að hann stefni að því að selja stóran hlut í bankanum og skilja fasteignahluta hans frá annarri starfsemi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×