Fótbolti

Markus Babbel tekur við Stuttgart

Markus Babbel
Markus Babbel NordicPhotos/GettyImages

Markus Babbel hefur verið ráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Stuttgart og tekur við af Armin Veh sem gerði liðið að Þýskalandsmeistara í fyrra.

Veh var rekinn eftir að liðið tapaði 4-1 fyrir Wolfsburg, en það var dropinn sem fyllti mælinn hjá stjórninni eftir misjafnt gengi á leiktíðinni.

Babbel er fyrrum þýskur landsliðsmaður og varð Evrópumeistari með Þjóðverjum árið 1996 sem leikmaður.

Hann lék m.a. með Liverpool og Blackburn á Englandi en lauk ferlinum hjá Stuttgart. Hann er aðeins 36 ára gamall og hefur verið þjálfari varaliðs Stuttgart í um eitt ár.

Hinn reyndi Rainer Widmayer mun aðstoða Babbel á meðan hann klárar að verða sér út um tilskilin þjálfunarréttindi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×