Úrslitakeppnin komin til að vera Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. maí 2008 16:39 Einar Þorvarðarson og Guðmundur Ágúst Ingvarsson á ársþinginu í dag. Mynd/E. Stefán Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir að úrslitakeppnin sé komin til að vera í íslenskum handbolta. Tillaga stjórnar HSÍ um að taka upp fjögurra liða úrslitakeppni í efstu deildum karla og kvenna var samþykkt á ársþingi HSÍ í dag. „Þessi tilllaga stjórnarinnar verður til eftir formannafund félaganna og byggir hún á niðurstöðu þess fundar. Þetta var hljóðið í hreyfingunni," sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Ég held að það sé klárt að úrslitakeppnin sé komin til að vera í íslenskum handbolta. Þetta á að vera framtíðarlausnin." Fjögur efstu liðin í deildunum keppa í úrslitakeppninni en liðum verður ekki fjölgað í efstu deildinni. „Það verða að vera tvær deildir áfram til að fá nýliðun. Það er leiðin til að stækka hreyfinguna og fjölga liðum." Það verður einnig sérstök umspilskeppni milli eins liðs úr efstu deild og þriggja liða úr 1. deildinni um sæti í úrvalsdeildinni og telur Einar að það verði einnig til bóta. „Það gefur fleiri liðum möguleika á að vinna sér sæti í efstu deild og um leið að finna fyrir þeim styrkleika sem þarf til að keppa í úrvalsdeildinni. Það er alveg ljóst að 1. deildin í vetur var nokkuð góð. Lið eins og Víkingur og FH, sem unnu sér sæti í úrvalsdeildinni í vor, náðu að byggja sig þar upp til að komast upp í úrvalsdeildina. Það er sú þróun sem við viljum sjá í framtíðinni." Þá voru einnig lagabreytingar samþykktar á þinginu sem veitir stjórn HSÍ meiri völd en hún hefur áður haft. „Regluverkið sem var fyrir í gömlu lögunum verður áfram undirstaðan í það umhverfi sem við förum í nú. En stjórnin hefur nú möguleika á að takast á við ákveðin vandamál sem kunna að koma upp. Hún hefur ákveðin völd hvað varðar umgjörð og fleira í þeim dúr. Þetta verður því sveigjanlegra og þarf því ekki alltaf að bíða fram á næsta þing til að fá ákveðnar breytingar í gegn." „Sömuleiðis er það alveg ljóst að þetta auðveldar mönnum að dæma stjórnina af verkum sínum." Guðmundur Ágúst Ingvarsson var í dag endurkjörinn formaður HSÍ til eins árs en hann hefur ákveðið að það kjörtímabil verði hans síðasta. Einar hefur þó ekkert hugleitt hvort hann hafi áhuga á að taka við af hans starfi. „Maður lifir dag fyrir dag í því starfi sem ég er í núna enda oft mjög mikið að gera. Ég er því ekki að velta því mikið fyrir mér í dag." Íslenski handboltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Sjá meira
Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir að úrslitakeppnin sé komin til að vera í íslenskum handbolta. Tillaga stjórnar HSÍ um að taka upp fjögurra liða úrslitakeppni í efstu deildum karla og kvenna var samþykkt á ársþingi HSÍ í dag. „Þessi tilllaga stjórnarinnar verður til eftir formannafund félaganna og byggir hún á niðurstöðu þess fundar. Þetta var hljóðið í hreyfingunni," sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Ég held að það sé klárt að úrslitakeppnin sé komin til að vera í íslenskum handbolta. Þetta á að vera framtíðarlausnin." Fjögur efstu liðin í deildunum keppa í úrslitakeppninni en liðum verður ekki fjölgað í efstu deildinni. „Það verða að vera tvær deildir áfram til að fá nýliðun. Það er leiðin til að stækka hreyfinguna og fjölga liðum." Það verður einnig sérstök umspilskeppni milli eins liðs úr efstu deild og þriggja liða úr 1. deildinni um sæti í úrvalsdeildinni og telur Einar að það verði einnig til bóta. „Það gefur fleiri liðum möguleika á að vinna sér sæti í efstu deild og um leið að finna fyrir þeim styrkleika sem þarf til að keppa í úrvalsdeildinni. Það er alveg ljóst að 1. deildin í vetur var nokkuð góð. Lið eins og Víkingur og FH, sem unnu sér sæti í úrvalsdeildinni í vor, náðu að byggja sig þar upp til að komast upp í úrvalsdeildina. Það er sú þróun sem við viljum sjá í framtíðinni." Þá voru einnig lagabreytingar samþykktar á þinginu sem veitir stjórn HSÍ meiri völd en hún hefur áður haft. „Regluverkið sem var fyrir í gömlu lögunum verður áfram undirstaðan í það umhverfi sem við förum í nú. En stjórnin hefur nú möguleika á að takast á við ákveðin vandamál sem kunna að koma upp. Hún hefur ákveðin völd hvað varðar umgjörð og fleira í þeim dúr. Þetta verður því sveigjanlegra og þarf því ekki alltaf að bíða fram á næsta þing til að fá ákveðnar breytingar í gegn." „Sömuleiðis er það alveg ljóst að þetta auðveldar mönnum að dæma stjórnina af verkum sínum." Guðmundur Ágúst Ingvarsson var í dag endurkjörinn formaður HSÍ til eins árs en hann hefur ákveðið að það kjörtímabil verði hans síðasta. Einar hefur þó ekkert hugleitt hvort hann hafi áhuga á að taka við af hans starfi. „Maður lifir dag fyrir dag í því starfi sem ég er í núna enda oft mjög mikið að gera. Ég er því ekki að velta því mikið fyrir mér í dag."
Íslenski handboltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Sjá meira