Siðfræði Kauphallarinnar Ögmundur Jónasson skrifar 17. nóvember 2008 05:00 Ögmundur Jónasson skrifar um nýju bankaráðin Skipuð hafa verið bankaráð í endurreistum ríkisbönkunum þremur, Glitni, Kaupþingi og Landsbanka. Skipan í bankaráð endurspeglar að nokkru valdahlutföllin í pólitíkinni, þrír frá stjórnarmeirihluta og tveir frá stjórnarandstöðu í hverju ráði. Þarna er að finna gömul andlit og ný. Jákvætt við listann yfir bankaráðsfólkið er að þarna er að finna fjölbreyttari flóru sjónarmiða en í stjórnum bankanna undanfarin einkavinavæðingarárin. Þá var þar bara eitt viðhorf ríkjandi: Fylgispekt við auðhyggju. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins föstudaginn 7. nóvember segir frá því að Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð og Kauphöllin séu nú að leggja „lokahönd" á leiðbeiningar um stjórnunarhætti í opinberum fyrirtækjum. Þar komi fram að varast beri „að of margir stjórnarmenn komi úr stjórnsýslunni." Mikið er gott til þess að vita, að nú þegar bankarnir eru að komast aftur undir almannaforsjá eftir að stjórnendur þeirra höfðu dregið þjóðina út í dýpra spillingarfen en Íslendingar hafa fengið að kynnast til þessa, skuli þjóðin fá leiðsögn frá siðfræðisérfræðingum Kauphallarinnar, SA og Viðskiptaráðs. Fréttablaðið segir að þeir vari eindregið við því að fólk „úr stjórnsýslunni" (hvað þýðir það, allir sem starfa innan almannaþjónustunnar?), komi nálægt stjórnum bankanna! Hverjir skyldu þessir sérfræðingar í siðfræði annars vera? Sömu aðilar og kröfðust þess í vor leið að lífeyrissjóðirnir yrðu notaðir í vogunarviðskipti og skortsölubrask?Það vildi Kauphöllin. Það vildi Viðskiptaráð. Það vildi SA. Eru menn nokkuð búnir að gleyma? Og hvaða skelfilega fólk skyldi það vera úr stjórnsýslunni sem er svo varasamt að allt sé vinnandi til að koma í veg fyrir að það sitji í stjórnum banka og annarra stofnana í opinberri eigu? Vill heilög þrenning Kauphallarinnar, SA og Viðskiptaráðs halda áfram að hagsmunatengja bankana við markaðsaðila? Er ekki einmitt mikilvægt að skera á slík tengsl? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson skrifar um nýju bankaráðin Skipuð hafa verið bankaráð í endurreistum ríkisbönkunum þremur, Glitni, Kaupþingi og Landsbanka. Skipan í bankaráð endurspeglar að nokkru valdahlutföllin í pólitíkinni, þrír frá stjórnarmeirihluta og tveir frá stjórnarandstöðu í hverju ráði. Þarna er að finna gömul andlit og ný. Jákvætt við listann yfir bankaráðsfólkið er að þarna er að finna fjölbreyttari flóru sjónarmiða en í stjórnum bankanna undanfarin einkavinavæðingarárin. Þá var þar bara eitt viðhorf ríkjandi: Fylgispekt við auðhyggju. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins föstudaginn 7. nóvember segir frá því að Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð og Kauphöllin séu nú að leggja „lokahönd" á leiðbeiningar um stjórnunarhætti í opinberum fyrirtækjum. Þar komi fram að varast beri „að of margir stjórnarmenn komi úr stjórnsýslunni." Mikið er gott til þess að vita, að nú þegar bankarnir eru að komast aftur undir almannaforsjá eftir að stjórnendur þeirra höfðu dregið þjóðina út í dýpra spillingarfen en Íslendingar hafa fengið að kynnast til þessa, skuli þjóðin fá leiðsögn frá siðfræðisérfræðingum Kauphallarinnar, SA og Viðskiptaráðs. Fréttablaðið segir að þeir vari eindregið við því að fólk „úr stjórnsýslunni" (hvað þýðir það, allir sem starfa innan almannaþjónustunnar?), komi nálægt stjórnum bankanna! Hverjir skyldu þessir sérfræðingar í siðfræði annars vera? Sömu aðilar og kröfðust þess í vor leið að lífeyrissjóðirnir yrðu notaðir í vogunarviðskipti og skortsölubrask?Það vildi Kauphöllin. Það vildi Viðskiptaráð. Það vildi SA. Eru menn nokkuð búnir að gleyma? Og hvaða skelfilega fólk skyldi það vera úr stjórnsýslunni sem er svo varasamt að allt sé vinnandi til að koma í veg fyrir að það sitji í stjórnum banka og annarra stofnana í opinberri eigu? Vill heilög þrenning Kauphallarinnar, SA og Viðskiptaráðs halda áfram að hagsmunatengja bankana við markaðsaðila? Er ekki einmitt mikilvægt að skera á slík tengsl? Höfundur er alþingismaður.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun