Viðskipti erlent

Hagnaður Yahoo dregst verulega saman

Jerry Yang, forstjóri og annar stofnenda Yahoo.
Jerry Yang, forstjóri og annar stofnenda Yahoo. Mynd/AFP
Hagnaður bandaríska netleitarfyrirtækisins Yahoo drógust saman um 64 prósent á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Fyrirtækið leitar nú leiða til að draga úr rekstrarkostnaði, svo sem með uppsögnum. Hagnaðurinn nam 54,3 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 6,3 milljarða íslenskra króna, á fjórðungnum samanborið við 151,3 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Þá námu tekjur 1,33 milljörðum dala á tímabilinu en það er fjórum milljónum dala minna en greinendur gerðu ráð fyrir, að sögn netmiðilsins Marketwatch. Netmiðillinn segir stjórnendur ætla að draga úr kostnaði, svo sem með því að segja upp tíu prósent starfsmanna. Það jafngidir því að 1.400 starfsmenn fyrirtækisins hið minnsta verði að leita sér að nýrri vinnu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×