Engar skattaívilnanir vegna hlutabréfakaupa 29. október 2008 00:01 Skúli Eggert Þórðarson „Næstum því hver einasta fjölskylda í landinu hefur tapað fjármunum upp á síðkastið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Þegar svo sé verði jafnt yfir alla að ganga. Því verði ekki veittar sérstakar ívilnanir vegna taps á hlutabréfakaupum og innlausn á kaupréttarsamningum í fyrirtækjum sem séu farin í þrot. Innlausn kaupréttarsamninga starfsmanna í fyrirtækjum reiknast til launatekna og greiðist af því fullur tekjuskattur, 35,72 prósent. Algengt er að æðstu starfsmenn banka og smærri fyrirtækja í einkageiranum hafi fengið hluta launa sinna með kaupréttarsamningi. Þá hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að einhverjir hafi fremur skrifað undir kaupréttarsamning en haldið launum óbreyttum, jafnvel í nokkur ár. Þeir starfsmenn bankanna þriggja, sem þeirra fyrirtækja sem eru farin í þrot, sitja því uppi með að hafa greitt skatt af eign sem nú er að engu orðin. Hreiðar er einn þeirra samkvæmt þessu. Laun Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, eru dæmi um slíkt. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar var Hreiðar tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra. Hann hafði 740 milljónir króna í laun samkvæmt því, eða um 62 milljónir króna á mánuði. Í ársreikningi bankans fyrir síðasta ár námu þau hins vegar 110 milljónum, 9,1 milljón á mánuði. Afgangurinn lá í kaupréttarsamningum sem nú eru að engu orðnir. Skúli Eggert segir mál sem þetta hafa verið til meðferðar hjá embættinu og enn til athugunar. Endanleg niðurstaða liggi hins vegar ekki fyrir. Ekki sé á þessu stigi hægt að segja til um hvort málið uppfylli skilyrði um skattalegar ívilnanir. „Í eðli sínu eru kaupréttarsamningar og hlutabréfakaup áhættufjárfesting, jafnvel þótt kaupin séu að vissu leyti þáttur í atvinnurekstri,“ segir hann og bætir við að ívilnanir samkvæmt 65. grein tekjuskattslaga um lækkun á tekjuskattsstofni vegna tapaðs hlutafjár vegna vissra aðstæðna nái ekki til þess. Skúli Eggert segir almennt tap samfélagsins mikið eftir að bankarnir þrír fóru í þrot og vegna aðstæðna í efnahagslífinu. Ekki sé því hægt að veita þeim ívilnanir sem hafi tapað á áhættufjárfestingum á borð við hlutabréfakaup. Þó sé meginreglan sú að ekki séu veittar ívilnanir vegna áhættufjárfestinga. „Þegar skerðingin er svo almenn þá er mjög óvíst að lagaákvæðin eigi við,“ segir hann. Markaðir Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
„Næstum því hver einasta fjölskylda í landinu hefur tapað fjármunum upp á síðkastið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Þegar svo sé verði jafnt yfir alla að ganga. Því verði ekki veittar sérstakar ívilnanir vegna taps á hlutabréfakaupum og innlausn á kaupréttarsamningum í fyrirtækjum sem séu farin í þrot. Innlausn kaupréttarsamninga starfsmanna í fyrirtækjum reiknast til launatekna og greiðist af því fullur tekjuskattur, 35,72 prósent. Algengt er að æðstu starfsmenn banka og smærri fyrirtækja í einkageiranum hafi fengið hluta launa sinna með kaupréttarsamningi. Þá hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að einhverjir hafi fremur skrifað undir kaupréttarsamning en haldið launum óbreyttum, jafnvel í nokkur ár. Þeir starfsmenn bankanna þriggja, sem þeirra fyrirtækja sem eru farin í þrot, sitja því uppi með að hafa greitt skatt af eign sem nú er að engu orðin. Hreiðar er einn þeirra samkvæmt þessu. Laun Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, eru dæmi um slíkt. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar var Hreiðar tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra. Hann hafði 740 milljónir króna í laun samkvæmt því, eða um 62 milljónir króna á mánuði. Í ársreikningi bankans fyrir síðasta ár námu þau hins vegar 110 milljónum, 9,1 milljón á mánuði. Afgangurinn lá í kaupréttarsamningum sem nú eru að engu orðnir. Skúli Eggert segir mál sem þetta hafa verið til meðferðar hjá embættinu og enn til athugunar. Endanleg niðurstaða liggi hins vegar ekki fyrir. Ekki sé á þessu stigi hægt að segja til um hvort málið uppfylli skilyrði um skattalegar ívilnanir. „Í eðli sínu eru kaupréttarsamningar og hlutabréfakaup áhættufjárfesting, jafnvel þótt kaupin séu að vissu leyti þáttur í atvinnurekstri,“ segir hann og bætir við að ívilnanir samkvæmt 65. grein tekjuskattslaga um lækkun á tekjuskattsstofni vegna tapaðs hlutafjár vegna vissra aðstæðna nái ekki til þess. Skúli Eggert segir almennt tap samfélagsins mikið eftir að bankarnir þrír fóru í þrot og vegna aðstæðna í efnahagslífinu. Ekki sé því hægt að veita þeim ívilnanir sem hafi tapað á áhættufjárfestingum á borð við hlutabréfakaup. Þó sé meginreglan sú að ekki séu veittar ívilnanir vegna áhættufjárfestinga. „Þegar skerðingin er svo almenn þá er mjög óvíst að lagaákvæðin eigi við,“ segir hann.
Markaðir Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira