Viðskipti erlent

Bandaríkin opna í plús

Miðlari á Wall Street.
Miðlari á Wall Street. Mynd/AP
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt við upphaf viðskiptadagsins í Bandaríkjunum í dag eftir versta skell sem fjárfestar hafa séð þar í landi í um 21 ár. Helstu hlutabréfavísitölurnar vestanhafs féllu um tæp tíu prósent í gær eftir að fulltúar Bandaríkjaþings felldu tillögu stjórnvalda um setja á laggirnar sjóð sem kaupa muni næsta verðlaus verðbréf bandarískra fjármálafyrirtækja. Álag á millibankalán hækkaði verulega í dag eftir að niðurstöður Bandaríkjaþings lágu fyrir en líkur eru á því að það geri banka enn tregari en áður til að lána sín á milli. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur hækkað um tvö prósent en Nasdaq-vísitalan um rúm 1,9 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×