Sampo og Storebrand falla hratt 8. október 2008 09:12 Höfuðstöðvar Storebrand. Gengi hlutabréfa í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo hefur fallið um 5,9 prósent í dag og Storebrand um 7,9 prósent. Kaupþing og Exista eiga 25 prósenta hlut í Storebrand en Exista seldi tæpan tuttugu prósenta hlut í Sampo í gær. Exista seldi hlutinn á 11,5 evrur á hlut með ríflega 20 prósenta afslætti frá lokagengi bréfa í félaginu á mánudag. Gengi stendur nú, að viðbættu falli dagsins, í 11,78 evrum á hlut. Gengi Storebrand stendur í dag í 21 norski krónu á hlut. Í gær féll gengi bréfa í félaginu 14 prósent. Það féll um 40 prósent í síðasta mánuði. Haft var eftir Nils Christian Qyen hjá greiningardeild First Securitas á vefsíðunni E24.no í gær að ástandið á Íslandi skýri að mestu fall Storebrand. Fallið er nokkuð í samræmi við þróun mála á norrænum hlutabréfamörkuðum í dag. Þannig hefur C-20 vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku fallið um 8,17 prósent, vísitala hlutabréfa á aðallista í Ósló í Noregi fallið um 8,8 prósent, í Svíþjóð um 4,6 prósent og í Helsinki í Finnlandi um 3,6 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo hefur fallið um 5,9 prósent í dag og Storebrand um 7,9 prósent. Kaupþing og Exista eiga 25 prósenta hlut í Storebrand en Exista seldi tæpan tuttugu prósenta hlut í Sampo í gær. Exista seldi hlutinn á 11,5 evrur á hlut með ríflega 20 prósenta afslætti frá lokagengi bréfa í félaginu á mánudag. Gengi stendur nú, að viðbættu falli dagsins, í 11,78 evrum á hlut. Gengi Storebrand stendur í dag í 21 norski krónu á hlut. Í gær féll gengi bréfa í félaginu 14 prósent. Það féll um 40 prósent í síðasta mánuði. Haft var eftir Nils Christian Qyen hjá greiningardeild First Securitas á vefsíðunni E24.no í gær að ástandið á Íslandi skýri að mestu fall Storebrand. Fallið er nokkuð í samræmi við þróun mála á norrænum hlutabréfamörkuðum í dag. Þannig hefur C-20 vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku fallið um 8,17 prósent, vísitala hlutabréfa á aðallista í Ósló í Noregi fallið um 8,8 prósent, í Svíþjóð um 4,6 prósent og í Helsinki í Finnlandi um 3,6 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira