Íþyngjandi að mega ekki beita ofbeldi Drífa Snædal skrifar 9. ágúst 2008 07:58 Umræðan Kynferðisafbrot Það þykir of íþyngjandi fyrir mann sem hefur beitt sambýliskonu sína hroðalegu andlegu, kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi í þrjú ár að mega ekki hafa samband við hana áfram. Það er of mikil skerðing á hans frelsi að mega ekki setja sig í samband við hana, veita henni eftirför eða koma nær heimili hennar en 50 metra. Hann beitti hana ofbeldi í þrjú ár, barði hana, nauðgaði henni og veitti öðrum körlum aðgang að henni gegn hennar vilja. Hún var of hrædd við hann til að streitast á móti. Hún þurfti aðstoð lögreglu til að komast frá honum og sótti í Kvennaathvarfið. Hún þorði ekki ein að sækja eigur sínar á heimili þeirra, heldur fékk lögregluna í lið með sér. Hún þorði ekki að kæra hann en málið þótti svo alvarlegt að opinber kæra var lögð fram engu síður. Eftir að maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur var hann settur í nálgunarbann í hálft ár þrátt fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari hefði ekki þá séð tilefni til nálgunarbanns. Hinir tveir dómararnir, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson, staðfestu nálgunarbann í hálft ár. Hinn 7. ágúst síðastliðinn dæmdu Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson að ekki þætti ástæða til að framlengja nálgunarbannið - maðurinn hafði nefnilega virt bannið hingað til AÐ MESTU. Páll Hreinsson skilaði sératkvæði í dómnum og vildi framlengja nálgunarbannið um þrjá mánuði eins og lögreglan lagði til. Áhugavert er að velta upp þeirri spurningu hvenær Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari telur ástæðu til að beita nálgunarbanni. Hvenær er réttlætanlegt að taka öryggi og hagsmuni fórnarlamba ofbeldis fram yfir rétt ofbeldismanna til að setja sig í samband við, veita eftirför og koma að heimili fórnarlamba sinna? Hvenær er tilefni til að "kerfið" verndi konur gegn kynbundnu ofbeldi? Eftir nýfallinn dóm er nálgunarbannsúrræðið gert að engu. Það er sennilega vandfundið annað eins tilefni til að beita því. Sumum í réttarkerfinu finnst ekki tilefni til að beita kerfinu til að vernda konur sem verða fyrir ofbeldi - við erum ekki komin lengra en svo í jafnréttisbaráttunni.Höfundur er framkvæmdastýra Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Umræðan Kynferðisafbrot Það þykir of íþyngjandi fyrir mann sem hefur beitt sambýliskonu sína hroðalegu andlegu, kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi í þrjú ár að mega ekki hafa samband við hana áfram. Það er of mikil skerðing á hans frelsi að mega ekki setja sig í samband við hana, veita henni eftirför eða koma nær heimili hennar en 50 metra. Hann beitti hana ofbeldi í þrjú ár, barði hana, nauðgaði henni og veitti öðrum körlum aðgang að henni gegn hennar vilja. Hún var of hrædd við hann til að streitast á móti. Hún þurfti aðstoð lögreglu til að komast frá honum og sótti í Kvennaathvarfið. Hún þorði ekki ein að sækja eigur sínar á heimili þeirra, heldur fékk lögregluna í lið með sér. Hún þorði ekki að kæra hann en málið þótti svo alvarlegt að opinber kæra var lögð fram engu síður. Eftir að maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur var hann settur í nálgunarbann í hálft ár þrátt fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari hefði ekki þá séð tilefni til nálgunarbanns. Hinir tveir dómararnir, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson, staðfestu nálgunarbann í hálft ár. Hinn 7. ágúst síðastliðinn dæmdu Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson að ekki þætti ástæða til að framlengja nálgunarbannið - maðurinn hafði nefnilega virt bannið hingað til AÐ MESTU. Páll Hreinsson skilaði sératkvæði í dómnum og vildi framlengja nálgunarbannið um þrjá mánuði eins og lögreglan lagði til. Áhugavert er að velta upp þeirri spurningu hvenær Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari telur ástæðu til að beita nálgunarbanni. Hvenær er réttlætanlegt að taka öryggi og hagsmuni fórnarlamba ofbeldis fram yfir rétt ofbeldismanna til að setja sig í samband við, veita eftirför og koma að heimili fórnarlamba sinna? Hvenær er tilefni til að "kerfið" verndi konur gegn kynbundnu ofbeldi? Eftir nýfallinn dóm er nálgunarbannsúrræðið gert að engu. Það er sennilega vandfundið annað eins tilefni til að beita því. Sumum í réttarkerfinu finnst ekki tilefni til að beita kerfinu til að vernda konur sem verða fyrir ofbeldi - við erum ekki komin lengra en svo í jafnréttisbaráttunni.Höfundur er framkvæmdastýra Vinstri grænna.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun