Eitt prósent getur oft verið drjúgt 1. ágúst 2008 08:45 Eiríkur Önundarson. Hinn gamalreyndi Eiríkur Önundarson, 33 ára körfuboltakappi úr ÍR, hefur ákveðið að leika áfram með Breiðhyltingum í Iceland Express-deildinni í körfubolta næsta vetur en hann hafði áður talið talsvert meiri líkur en minni á að hann myndi hætta eftir síðasta tímabil. „Ég hélt alltaf smá glugga opnum með að halda áfram og þó svo að ég hafi lagt þetta upp með að það væri 99 prósenta líkur á því að ég myndi hætta, þá getur eitt prósent nú reyndar oft verið drjúgt. Það gekk náttúrulega vel hjá liðinu á síðasta tímabili og hópurinn er að mestu leyti óbreyttur núna og menn vilja gera enn betur í vetur," sagði Eiríkur. „Síðasti vetur einkenndist reyndar líka af leiðinlegum meiðslum hjá mér og ég held að ég muni ekki pína mig til þess að spila meiddur aftur í vetur. Ég vonast auðvitað til þess að sleppa við öll meiðsli en maður veit aldrei með það." Eiríkur mun taka að sér hlutverk aðstoðarþjálfara liðsins við hlið þjálfarans Jóns Arnars Ingvarssonar. „Ég er mjög ánægður með að fá að vinna með Jóni Arnari líka á þessum grundvelli og ég er hrifinn af honum sem þjálfara og hans hugmyndafræði í þjálfuninni. Þetta verður smá nýbreytni og það er spennandi að þurfa að horfa á þetta með öðrum augum en bara sem leikmaður. Þetta er ef til vill líka ákveðið prufuskref hjá mér þar sem ég hef aldrei komið að þjálfun áður, hvorki á þessu stigi né heldur í yngri flokkum," sagði Eiríkur sem er ekki smeykur við að sameina störfin tvö, starf leikmannsins og aðstoðarþjálfarans. „Ætli maður muni nú ekki sinna báðum störfum mjög vel, það þýðir ekkert að slá slöku við. Maður er náttúrulega fyrirmynd fyrir hina, ungu pungana í liðinu. Annars gæti ég náttúrulega, stöðu minnar vegna sem aðstoðarþjálfari, stýrt æfingunum hjá mér þannig að maður sleppi við einhverjar púlæfingar og svoleiðis. Gæti til dæmis tilkynnt Jóni Arnari þegar sprettirnir byrja, að þetta sé nú komið gott hjá mér í dag," sagði Eiríkur á léttum nótum. Dominos-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Hinn gamalreyndi Eiríkur Önundarson, 33 ára körfuboltakappi úr ÍR, hefur ákveðið að leika áfram með Breiðhyltingum í Iceland Express-deildinni í körfubolta næsta vetur en hann hafði áður talið talsvert meiri líkur en minni á að hann myndi hætta eftir síðasta tímabil. „Ég hélt alltaf smá glugga opnum með að halda áfram og þó svo að ég hafi lagt þetta upp með að það væri 99 prósenta líkur á því að ég myndi hætta, þá getur eitt prósent nú reyndar oft verið drjúgt. Það gekk náttúrulega vel hjá liðinu á síðasta tímabili og hópurinn er að mestu leyti óbreyttur núna og menn vilja gera enn betur í vetur," sagði Eiríkur. „Síðasti vetur einkenndist reyndar líka af leiðinlegum meiðslum hjá mér og ég held að ég muni ekki pína mig til þess að spila meiddur aftur í vetur. Ég vonast auðvitað til þess að sleppa við öll meiðsli en maður veit aldrei með það." Eiríkur mun taka að sér hlutverk aðstoðarþjálfara liðsins við hlið þjálfarans Jóns Arnars Ingvarssonar. „Ég er mjög ánægður með að fá að vinna með Jóni Arnari líka á þessum grundvelli og ég er hrifinn af honum sem þjálfara og hans hugmyndafræði í þjálfuninni. Þetta verður smá nýbreytni og það er spennandi að þurfa að horfa á þetta með öðrum augum en bara sem leikmaður. Þetta er ef til vill líka ákveðið prufuskref hjá mér þar sem ég hef aldrei komið að þjálfun áður, hvorki á þessu stigi né heldur í yngri flokkum," sagði Eiríkur sem er ekki smeykur við að sameina störfin tvö, starf leikmannsins og aðstoðarþjálfarans. „Ætli maður muni nú ekki sinna báðum störfum mjög vel, það þýðir ekkert að slá slöku við. Maður er náttúrulega fyrirmynd fyrir hina, ungu pungana í liðinu. Annars gæti ég náttúrulega, stöðu minnar vegna sem aðstoðarþjálfari, stýrt æfingunum hjá mér þannig að maður sleppi við einhverjar púlæfingar og svoleiðis. Gæti til dæmis tilkynnt Jóni Arnari þegar sprettirnir byrja, að þetta sé nú komið gott hjá mér í dag," sagði Eiríkur á léttum nótum.
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira