Hægsteikt heiðagæsabringa með bláberjum 21. febrúar 2008 00:01 Eldunartími: 1 klst Hægsteikt heiðagæsabringa með bláberjum Leiðbeiningar Sósa:Höggvið beinin smátt og brúnið á pönnu í olíu uns dökkbrún. Setjið yfir til suðu í köldu vatninu. Skerið lauk, gulrót, sellerí og blaðlauk smátt og brúnið á pönnunni í olíu, kryddið með salti og pipar og bætið í pottinn. Bætið einiberjum, lárviðarlaufi, negulnöglum, piparkornum og timiani í pottinn og látið suðuna koma upp. Fleytið af froðu og látið sjóða í 2 tíma. Sigtið soðið í annan pott og látið sjóða niður uns ½ l er eftir, bætið rjómanum í og bragðbætið þá soðið með kjötkrafti, salti og pipar. Þykkið með sósujafnara og bætið í bláberjasultu. Endið á að taka sósuna af hitanum og þeyta köldu smjörinu í smá bitum út í og að endingu er bláberjunum bætt í sósuna en hún ekki látin sjóða eftir það.Matreiðsla:Hitið olíu á pönnu og brúnið bringurnar við meðalhita uns fallega brúnaðar, kryddið með salti og pipar og steikið við 100 c í 30-40 mínútur eftir stærð, takið úr ofninum og látið standa í nokkrar mínútur undir stykki til að láta safann setjast áður en kjötið er skorið.Framreiðsla:Gott er að bera fram smjörsteiktar soðnar kartöflur og soðnar sykurbaunir, gulrætur og smámais með gæsabringunum. 4 stk heiðagæsabringur 4 reyttar og sviðnar heiðagæsabringur og bein og læri af gæsunum olía til steikingar salt pipar 1 stk laukur 1 stk gulrót 2 stk sellerístilklar 0.3 stk blaðlaukur 2 stk lárviðarlauf 4 stk einiber 2 stk negulnaglar 6 stk Svört piparkorn 0.5 tsk. timjan 1 l vatn 4 msk bláberjasulta 1.5 dl. rjómi 100 g fersk bláber sósujafnari 40 g smjör kalt Uppskrift af Nóatún.is Gæs Jólamatur Uppskriftir Uppskriftir Nóatúns Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Eldunartími: 1 klst Hægsteikt heiðagæsabringa með bláberjum Leiðbeiningar Sósa:Höggvið beinin smátt og brúnið á pönnu í olíu uns dökkbrún. Setjið yfir til suðu í köldu vatninu. Skerið lauk, gulrót, sellerí og blaðlauk smátt og brúnið á pönnunni í olíu, kryddið með salti og pipar og bætið í pottinn. Bætið einiberjum, lárviðarlaufi, negulnöglum, piparkornum og timiani í pottinn og látið suðuna koma upp. Fleytið af froðu og látið sjóða í 2 tíma. Sigtið soðið í annan pott og látið sjóða niður uns ½ l er eftir, bætið rjómanum í og bragðbætið þá soðið með kjötkrafti, salti og pipar. Þykkið með sósujafnara og bætið í bláberjasultu. Endið á að taka sósuna af hitanum og þeyta köldu smjörinu í smá bitum út í og að endingu er bláberjunum bætt í sósuna en hún ekki látin sjóða eftir það.Matreiðsla:Hitið olíu á pönnu og brúnið bringurnar við meðalhita uns fallega brúnaðar, kryddið með salti og pipar og steikið við 100 c í 30-40 mínútur eftir stærð, takið úr ofninum og látið standa í nokkrar mínútur undir stykki til að láta safann setjast áður en kjötið er skorið.Framreiðsla:Gott er að bera fram smjörsteiktar soðnar kartöflur og soðnar sykurbaunir, gulrætur og smámais með gæsabringunum. 4 stk heiðagæsabringur 4 reyttar og sviðnar heiðagæsabringur og bein og læri af gæsunum olía til steikingar salt pipar 1 stk laukur 1 stk gulrót 2 stk sellerístilklar 0.3 stk blaðlaukur 2 stk lárviðarlauf 4 stk einiber 2 stk negulnaglar 6 stk Svört piparkorn 0.5 tsk. timjan 1 l vatn 4 msk bláberjasulta 1.5 dl. rjómi 100 g fersk bláber sósujafnari 40 g smjör kalt Uppskrift af Nóatún.is
Gæs Jólamatur Uppskriftir Uppskriftir Nóatúns Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira