Viðskipti erlent

Líkur á óbreyttum stýrivöxtum vestanhafs

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/AFP
Flest bendir til þess að seðlabanki Bandaríkjanna ákveði að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í tveimur prósentum á næsta vaxtaákvörðunarfundi á morgun. Eftir síðasta vaxtaákvörðunarfund var talið að bankinn myndi hækka vexti á ný eftir skarpt vaxtalækkunarferli frá síðasta hausti. Danski greinendur töldu hins vegar í dag, að svo gæti farið að gjaldþrot Lehman Brothers í dag og frekari þrengingar á fjármálamörkuðum myndu leiða til frekari vaxtalækkunar. Breska viðskiptadagblaðið Financial Times heldur því fram í dag að aðstæður í efnhagslífi Bandaríkjanna sé þannig statt að kjarnaverðbólga sé enn há og því megi ekki lækka vextina enda stefni seðlabankinn að því að koma verðbólgu niður í tvö prósent á næstu tveimur árum eða svo. Hækki vextirnir geti þrengingar á lánamarkaði hins vegar aukist frekar. Financial Times telur því líklegustu leiðina verða þá að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×