Viðskipti erlent

Deutsche bank kaupir þýskan banka

Forstjóri Deutsche Bank.
Forstjóri Deutsche Bank. Mynd/AFP
Þýski pósturinn, Deutsche Post, samþykkti í dag að selja 30 prósenta hlut sinn í Deutsche Postbank til Deutsche Banks. kaupverð nemur 2,79 milljörðum evra, jafnvirði 357 milljarða íslenskra króna. Greitt verður fyrir hlutinn með reiðufé, að sögn fréttastofu Reuters, sem bætir því við að klausa í samningum gefi Deutsche Bank kost á að kaupa átján prósetn í Postbank til viðbótar innan þriggja ára. Spænski bankinn Santander hafði áður gert tilboð í alla útistandandi hluti Postbank. Ekkert verður úr því tilboði úr því sem komið er. Bankakaupin eru enn einn liðurinn í samrunaferli þýskra banka nú um stundir en hálfur mánuður er síðan Commerzbank skrifaði undir samning um kaup á Desdner Bank fyrir tæpa tíu milljarða evra, líkt og fréttastofa AFP bætir við.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×